Þjónustustúlka á hóteli í Washington hefur kært NFL-leikmanninn Albert Haynesworth fyrir kynferðislega áreitni. Haynesworth, sem leikur með Washington Redskins, er sagður hafa stungið kreditkortinu sínu ofan í brjóstahaldara þjónustustúlkunnar og þuklað á brjósti hennar í leiðinni.
Haynesworth neitar sök í málinu og ætlar að berjast fyrir dómi. Hámarksrefsing fyrir brotið er sex mánaða fangelsi.
Samkvæmt málsskjölum þá kom þjónustustúlkan til Haynesworth með diska í báðum höndum. Haynesworth vildi greiða og stakk kortinu því inn á brjóstahaldara stúlkunnar og gerðist ansi þreifinn í leiðinni.
Vitni í málinu segir að stúlkan hafi samþykkt að Haynesworth setti kortið í brjóstahaldarann en líklega hafi hún ekki samþykkt þuklið.
Haynesworth neitar þó öllu.
"Ég snerti hana ekki. Ég er ekki einu sinni hrifinn af svörtum stelpum," sagði hinn þeldökki Haynesworth.
Setti kreditkortið í brjóstahaldara þjónustustúlku
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn

„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



