Rangnick vill vinna United tvisvar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2011 12:48 Nordic Photos / Bongarts Ralf Rangnick, stjóri Schalke, sér ekkert því til fyrirstöðu að leggja Manchester United bæði heima og að heiman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi lið mætast í Þýskalandi annað kvöld og svo í Manchester í næstu viku. Sigurvegarinn í rimmunni kemst í úrslitaleikinn sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Andstæðingurinn þar verður annað hvort Real Madrid eða Barcelona. Schalke hefur komið á óvart á keppninni en liðið slátraði hreinlega Evrópumeisturum Inter í fjórðungsúrslitunum. Liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur og er Rangnick nýtekinn við því af Felix Magath sem var látinn fara. „Ef við spilum eins og við gerðum tvívegis gegn Inter þá eigum við möguleika," sagði Rangnick við þýska fjölmiðla. „Við stefnum ekki á að ná markalausu jafntefli. Við viljum vinna leikinn og við ætlum að spila eins og við gerðum gegn Inter á heimavelli." „Það býst enginn við því að við vinnum 5-2 í þetta skiptið eins og við gerðum þá. En við ætlum að reyna að vinna báða leikina." „Þetta voru ekki heppnissigrar. Við vorum betri bæði á heima- og útivelli. Ég veit ekki af hverju liðið vanmat okkur og stendur mér alveg á sama ef að United myndi gera það sama." Rangnick hefur fylgst vel með United og hefur sjálfur séð marga leiki með liðinu. Hann var svo með útsendara á leik United gegn Everton um helgina. „Það er hægt að koma auga á veikleika í öllum liðum heimsins. Höfum við áhyggjur af því að liðið hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig í Evrópukeppninni þetta tímabilið? Það er tímabært að liðið fái á sig fleiri mörk." Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Ralf Rangnick, stjóri Schalke, sér ekkert því til fyrirstöðu að leggja Manchester United bæði heima og að heiman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi lið mætast í Þýskalandi annað kvöld og svo í Manchester í næstu viku. Sigurvegarinn í rimmunni kemst í úrslitaleikinn sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Andstæðingurinn þar verður annað hvort Real Madrid eða Barcelona. Schalke hefur komið á óvart á keppninni en liðið slátraði hreinlega Evrópumeisturum Inter í fjórðungsúrslitunum. Liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur og er Rangnick nýtekinn við því af Felix Magath sem var látinn fara. „Ef við spilum eins og við gerðum tvívegis gegn Inter þá eigum við möguleika," sagði Rangnick við þýska fjölmiðla. „Við stefnum ekki á að ná markalausu jafntefli. Við viljum vinna leikinn og við ætlum að spila eins og við gerðum gegn Inter á heimavelli." „Það býst enginn við því að við vinnum 5-2 í þetta skiptið eins og við gerðum þá. En við ætlum að reyna að vinna báða leikina." „Þetta voru ekki heppnissigrar. Við vorum betri bæði á heima- og útivelli. Ég veit ekki af hverju liðið vanmat okkur og stendur mér alveg á sama ef að United myndi gera það sama." Rangnick hefur fylgst vel með United og hefur sjálfur séð marga leiki með liðinu. Hann var svo með útsendara á leik United gegn Everton um helgina. „Það er hægt að koma auga á veikleika í öllum liðum heimsins. Höfum við áhyggjur af því að liðið hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig í Evrópukeppninni þetta tímabilið? Það er tímabært að liðið fái á sig fleiri mörk."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira