Real Madrid kaupir stórstjörnu frá Dortmund Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2011 11:39 Nuri Sahin á blaðamannafundinum í morgun. Nordic Photos / Bongarts Nuri Sahin, 22 ára miðvallarleikmaður Dortmund í Þýskalandi, er á leið til Real Madrid á Spáni en það var tilkynnt á heimasíðu síðarnefnda félagsins í dag. Sahin er fæddur í Þýskalandi en er af tyrkneskum ættum og leikur með tyrkneska landsliðinu. Hann varð í ágúst árið 2005, þá sextán ára gamall, yngstur til að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hann bætti annað met þegar hann skoraði sitt fyrsta mark þremur mánuðum síðar. Í október á sama ári varð hann einnig yngsti leikmaður tyrkneska landsliðsins til að skora mark í landsleik en það gerði hann einmitt í leik gegn þýska landsliðinu. Dortmund varð nýverið þýskur meistari og átti Sahin sinn þátt í því. Hann skoraði sex mörk á tímabilinu en alls hefur hann skorað þrettán mörk í 135 leikjum með félaginu. Hann var lánaður til Feyenoord í Hollandi tímabilið 2007-8. „Ég er mjög stoltur af því að taka þetta skref nú,“ sagði Sahin á blaðamannafundi í morgun. „Ég mun sakna Dortmund, þýsku úrvalsdeildarinnar og míns heimalands. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í gegnum tíðina.“ Jose Mourinho er stjóri Real Madrid og er nú þegar byrjaður að styrkja sitt lið fyrir átök næstu leiktíðar. Real féll nýverið úr leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og á litlan sem engan möguleika á að vinna spænska meistaratitilinn. Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Nuri Sahin, 22 ára miðvallarleikmaður Dortmund í Þýskalandi, er á leið til Real Madrid á Spáni en það var tilkynnt á heimasíðu síðarnefnda félagsins í dag. Sahin er fæddur í Þýskalandi en er af tyrkneskum ættum og leikur með tyrkneska landsliðinu. Hann varð í ágúst árið 2005, þá sextán ára gamall, yngstur til að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hann bætti annað met þegar hann skoraði sitt fyrsta mark þremur mánuðum síðar. Í október á sama ári varð hann einnig yngsti leikmaður tyrkneska landsliðsins til að skora mark í landsleik en það gerði hann einmitt í leik gegn þýska landsliðinu. Dortmund varð nýverið þýskur meistari og átti Sahin sinn þátt í því. Hann skoraði sex mörk á tímabilinu en alls hefur hann skorað þrettán mörk í 135 leikjum með félaginu. Hann var lánaður til Feyenoord í Hollandi tímabilið 2007-8. „Ég er mjög stoltur af því að taka þetta skref nú,“ sagði Sahin á blaðamannafundi í morgun. „Ég mun sakna Dortmund, þýsku úrvalsdeildarinnar og míns heimalands. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í gegnum tíðina.“ Jose Mourinho er stjóri Real Madrid og er nú þegar byrjaður að styrkja sitt lið fyrir átök næstu leiktíðar. Real féll nýverið úr leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og á litlan sem engan möguleika á að vinna spænska meistaratitilinn.
Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira