Vettel: Höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu 8. maí 2011 15:40 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. „Það er gott að fá eins mörg stig og mögulegt í hverju móti. Hlutirnir geta breyst hratt. Við verðum að taka eitt skref í einu og taka hvert mót fyrir sig og hámarka stigin", sagði Vettel á fréttamannfundinum eftir keppnina. Mark Webber á Red Bull varð í öðru sæti, en Fernando Alonso á Ferrari í því þriðja. Vettel er með 93 stig, en Hamilton 59, Webber 55, Jenson Button 46 og Alonso 41. „Það hjálpar alltaf að byrja keppnistímabil vel, en það er mikið eftir. Fjögur mót búinn af 19, þannig að þú getur reiknað út stigin og við verðum að halda einbeitingu", sagði Vettel. Mótshelgin var ekki öll eins og dans á rósum hjá Vettel. Hann lenti í ógöngum á föstudaginn þegar hann ók útaf í mikilli rigningu og stórskemmdi bíl sinn. Vettel gat ekki ekið á seinni æfingu dagsins, en mætti á þriðju æfinguna á laugardagsmorgun og náði besta tíma. Varð 0.001 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Í tímatökunni var Vettel í sérflokki og náði besta tíma. Var 0.4 sekúndum á undan Webber. Báðir slepptu þeir meir að segja að aka á lokamínútuum eftir að hafa náð afbragðsgóðum tíma. Vettel var þakklátur starfsmönnum Red Bull eftir erfiðan föstudag og sætan sigur. „Ég lenti í slæmum árekstri. Allir strákarnir, jafnvel Mark hjálpuðu til að laga bílinn. Það þýddi aukavinnu og mér þótti það leitt, en við bættum fyrir það í dag. Ég er ánægður með útkomuma og liðið á þakkir skildar." „Þetta var alls ekki auðvelt og það var ekki hægt að meta stöðuna fyrr en eftir fyrstu tvö þjónustuhléin. En ég stjórnaði stöðu mála og ég er ánægður með framgang okkar. Við höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu eftir mótið í Kína og þurfum að nýta slagkraftinn í næsta mót", sagði Vettel. Hann varð í öðru sæti í mótinu í Kína á eftir Hamilton, eftir að McLaren útfærði sína keppnisáætlun betur. Tvö mót eru framundan í maí. Ekið er á Katalóníu brautinni á Spáni eftir hálfan mánuð og svo í Mónakó viku síðar. Formúla Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. „Það er gott að fá eins mörg stig og mögulegt í hverju móti. Hlutirnir geta breyst hratt. Við verðum að taka eitt skref í einu og taka hvert mót fyrir sig og hámarka stigin", sagði Vettel á fréttamannfundinum eftir keppnina. Mark Webber á Red Bull varð í öðru sæti, en Fernando Alonso á Ferrari í því þriðja. Vettel er með 93 stig, en Hamilton 59, Webber 55, Jenson Button 46 og Alonso 41. „Það hjálpar alltaf að byrja keppnistímabil vel, en það er mikið eftir. Fjögur mót búinn af 19, þannig að þú getur reiknað út stigin og við verðum að halda einbeitingu", sagði Vettel. Mótshelgin var ekki öll eins og dans á rósum hjá Vettel. Hann lenti í ógöngum á föstudaginn þegar hann ók útaf í mikilli rigningu og stórskemmdi bíl sinn. Vettel gat ekki ekið á seinni æfingu dagsins, en mætti á þriðju æfinguna á laugardagsmorgun og náði besta tíma. Varð 0.001 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Í tímatökunni var Vettel í sérflokki og náði besta tíma. Var 0.4 sekúndum á undan Webber. Báðir slepptu þeir meir að segja að aka á lokamínútuum eftir að hafa náð afbragðsgóðum tíma. Vettel var þakklátur starfsmönnum Red Bull eftir erfiðan föstudag og sætan sigur. „Ég lenti í slæmum árekstri. Allir strákarnir, jafnvel Mark hjálpuðu til að laga bílinn. Það þýddi aukavinnu og mér þótti það leitt, en við bættum fyrir það í dag. Ég er ánægður með útkomuma og liðið á þakkir skildar." „Þetta var alls ekki auðvelt og það var ekki hægt að meta stöðuna fyrr en eftir fyrstu tvö þjónustuhléin. En ég stjórnaði stöðu mála og ég er ánægður með framgang okkar. Við höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu eftir mótið í Kína og þurfum að nýta slagkraftinn í næsta mót", sagði Vettel. Hann varð í öðru sæti í mótinu í Kína á eftir Hamilton, eftir að McLaren útfærði sína keppnisáætlun betur. Tvö mót eru framundan í maí. Ekið er á Katalóníu brautinni á Spáni eftir hálfan mánuð og svo í Mónakó viku síðar.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira