Vettel fannst skrítinn tilfinning að horfa á lokasprett tímatökunnar 7. maí 2011 15:11 Nico Rosberg, Sebastian Vettel og Mark Webber eru þrír fremstu menn á ráslínunni í tyrkneska kappakstrinum á morgun. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull er fremstur á ráslínu í fjórða skipti í fjórum mótum á þessu keppnistímabili. Hann náði besta tíma í tímatökum fyrir tyrkneska kappaksturinn sem er á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Vettel keyrði bíl sinn útaf á æfingu í gær og tapaði af dýrmætum æfingatíma. Gat ekki ekið á seinni föstudagsæfingunni. Hann hann var sáttur við dagsverkið í dag. „Ég er ánægður með árangurinn. Það gekk ekki vandræðalaust í morgun og við þurftum að gera mikið. Ég kann vel bið brautina og það hjálpar og það gott að finna að ég þurfti ekki marga hringi til að ná takti", sagði Vettel á fréttamannafundi í dag. Red Bull ökumennirnir skipulögðu tímatökuna þannig að Vettel og Mark Webber óku ekki síðustu mínútur tímatökunnar. „Þetta var fyndið, þar sem við Mark ákvaðum í lokahluta tímatökunnar að sleppa seinni tilraun okkar og það er skrítinn tilfinning að sjá aðra í brautinni og vita að þeir geta slegið þér við. Ég gat bara horft á og ekkert hægt að gera. Auðvitað er gott að hafa sparað dekk fyrir morgundaginn, en þetta er skrítinn tilfinning og ég er auðvitað ánægður." Aðspurður um væntanlega keppni sagði Vettel: „Þetta verður erfið keppni, að höndla dekkin. Við sjáum hvað við tökum mörg hlé. Ég krosslegg fingurna og vona að við verðum í talsambandi alla keppnina. Það kemur sér vel þegar kemur að því að passa upp á dekkin", sagði Vettel, sem missti samband við liðið í Kína. „Sjálfstraustið er í lagi fyrir mótið. Við erum með góðan bíl. Vonandi verður hasarinn fyrir aftan okkur fyrir áhorfendur. En þetta verður vandasamt mót", sagði Vettel.Brautarlýsing fyrir Istanbúl Park Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er fremstur á ráslínu í fjórða skipti í fjórum mótum á þessu keppnistímabili. Hann náði besta tíma í tímatökum fyrir tyrkneska kappaksturinn sem er á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Vettel keyrði bíl sinn útaf á æfingu í gær og tapaði af dýrmætum æfingatíma. Gat ekki ekið á seinni föstudagsæfingunni. Hann hann var sáttur við dagsverkið í dag. „Ég er ánægður með árangurinn. Það gekk ekki vandræðalaust í morgun og við þurftum að gera mikið. Ég kann vel bið brautina og það hjálpar og það gott að finna að ég þurfti ekki marga hringi til að ná takti", sagði Vettel á fréttamannafundi í dag. Red Bull ökumennirnir skipulögðu tímatökuna þannig að Vettel og Mark Webber óku ekki síðustu mínútur tímatökunnar. „Þetta var fyndið, þar sem við Mark ákvaðum í lokahluta tímatökunnar að sleppa seinni tilraun okkar og það er skrítinn tilfinning að sjá aðra í brautinni og vita að þeir geta slegið þér við. Ég gat bara horft á og ekkert hægt að gera. Auðvitað er gott að hafa sparað dekk fyrir morgundaginn, en þetta er skrítinn tilfinning og ég er auðvitað ánægður." Aðspurður um væntanlega keppni sagði Vettel: „Þetta verður erfið keppni, að höndla dekkin. Við sjáum hvað við tökum mörg hlé. Ég krosslegg fingurna og vona að við verðum í talsambandi alla keppnina. Það kemur sér vel þegar kemur að því að passa upp á dekkin", sagði Vettel, sem missti samband við liðið í Kína. „Sjálfstraustið er í lagi fyrir mótið. Við erum með góðan bíl. Vonandi verður hasarinn fyrir aftan okkur fyrir áhorfendur. En þetta verður vandasamt mót", sagði Vettel.Brautarlýsing fyrir Istanbúl Park
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira