Bubbi velur erfiðu leiðina Kjartan Guðmundsson skrifar 7. maí 2011 13:54 Bubbi Morthens. Mynd/ Stefán. Á væntanlegri plötu, Ég trúi á þig, tæklar Bubbi Morthens hreinræktaða sálartónlist með jákvæðum textum. „Það var tónlistarsagnfræðingurinn og poppnördinn Óttar Felix Hauksson sem uppgötvaði að þetta er fyrsta alvöru íslenska soul-platan með frumsömdu efni. Hann færði fyrir því sterk rök að svo væri, en ég var efins og minnti hann á Sálina hans Jóns míns. Þá sagði Óttar Felix að Sálin væri poppband en ekki hreinræktað soul-band. Hann hélt því líka fram að enn og aftur væri ég að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu," segir Bubbi Morthens um nýju plötuna sína, Ég trúi á þig, sem kemur út á afmælisdegi tónlistarmannsins, hinn 6. júní næstkomandi. Nú þegar hefur almenningur fengið smjörþef af plötunni með lögunum Sól, Ísabellu, sem hefur verið eitt vinsælasta lag landsins síðustu vikur og mánuði, og Blik þinna augna sem fór í spilun rétt fyrir helgi.Tvo áratugi á leiðinni Kolbikasvört sálartónlist er dagsskipunin á Ég trúi á þig, sem söngvarinn segir hafa verið lengi í vinnslu og í raun tvo áratugi á leiðinni. Hann hafi alist upp við tilfinningaríkar raddir söngvara á borð Otis Redding, James Brown, Tinu Turner, Curtis Mayfield og Sam Cooke (sá síðastnefndi er sá besti að mati Bubba) og alla tíð haft á þeim dálæti, en einhverra hluta vegna hafi ekki verið til staðar mannskapur á Íslandi til að spila þessa tegund tónlistar á sínum tíma. „Ég hef gert nokkrar tilraunir í þessa veru, til dæmis í lögunum Sumar konur og Fjórir naglar, sem er hreinræktað „soul"," segir Bubbi. „Þegar ég var að taka upp plötuna Fjórir naglar heyrði ég svo af einhverri svakalegri stelpu í Bretlandi sem væri að syngja gamla sálartónlist í nýjum og djassskotnum búningi, Amy Winehouse. Ég hreifst mjög af Back to Black plötunni hennar og fór strax á stúfana og spurði umboðsmanninn minn um það hverjir á Íslandi gætu eiginlega gert þetta almennilega." Umbinn benti á tvo af stofnendum fönksveitarinnar Jagúars, bræðurna Börk og Daða Birgissyni, sem Bubbi hitti og lýsti fyrir þeim áformum sínum. „Þá kom í ljós að þeir vita þetta allt og kunna þetta allt. Þetta eru strákar, tuttugu árum yngri en ég, sem eru alveg á bólakafi í þessari soul-, blús- og brassveröld. Og ég sagði bara "bring it on!"," rifjar Bubbi upp og fer fögrum orðum um Sólskuggana, stórskotaliðið sem leikur með honum á plötunni, sem telur þá Ara Braga Kárason á trompet, Jóel Pálsson og Ragnar Árna Ágústsson á saxófón, Kristin Snæ Agnarsson á trommur, Inga Björn Ingasson á bassa og Kristjönu Stefánsdóttur í bakröddum, auk þeirra Barkar og Daða sem spila á gítar og hljómborð, og fleiri tónlistarmenn. Þá syngur Gréta, dóttir Bubba, með honum í laginu Háskaleikur á plötunni. Birtu stafar af textunum Eftir rúmlega þrjátíu ára feril segist Bubbi hafa greint tækifæri í sálartónlistinni til að syngja á þann hátt sem hann hefur alltaf dreymt um. „Það eru lög á þessari plötu sem gefa mér tækifæri til að skína skærar en áður. Líklega hefur það líka nokkuð með það að gera að ég hætti að reykja fyrir sex árum," segir hann og hlær. „Það hafði í för með sér að röddin hefur styrkst, hækkað og batnað. Orðið fyllri. Þessi tónlist á mjög vel við röddina eins og hún er núna, með alla þessa reynslu og þroska." Um textana á plötunni segir Bubbi eitt orð einkenna þá öðrum fremur: jákvæðni. „Það eru til aðrar upptökur af þessum lögum með allt öðrum textum, sem fjalla um hrunið og fleira," segir hann. „Tökum sem dæmi ska-lagið Það rignir á hús þeirra ríku [eina lagið á plötunni sem víkur frá sálartónlistinni og Bubbi lýsir sem ekta hjólhýsareggíi]. Það hófst upphaflega svona: „Rauð málning á hús þeirra ríku. Í röngum líkama fékk sér píku," og fjallaði um það hvernig dagblöðin eru til í að birta hvað sem er, svo lengi sem það selur. Núna byrjar lagið svona: „Það rignir á hús þeirra ríku, ég er að grilla í góðri klíku". Miklu jákvæðara. Titillagið, Ég trúi á þig, hefst á orðunum „Lítil börn að leika sér". Það stafar birtu af flestum textunum. Mig langaði til að syngja um það sem skiptir máli í raun og veru. Og hvað er það sem allir tónlistarmenn, frá Bob Dylan til Nick Cave til Johnny Cash, syngja um? Það er ástin. All you need is love," segir Bubbi ákveðinn og bætir við að þessi frægu orð fjórmenninganna frá Liverpool hafi aldrei átt eins vel við og nú. „Ef við gætum öll lifað samkvæmt þessu þá værum við ekki að glíma við allan þennan viðbjóð. Sjáðu bara Bandaríkin. Hvers konar þjóðfélag er það þar sem tugþúsundir fagna því á götum úti að einhver hafi verið drepinn? Burtséð frá því hvort hann hafi verið hryðjuverkamaður eða ekki. Það má þakka fyrir að hann hafi verið tekinn úr umferð en ég á erfitt með að skilja þessa gleði þegar tólf ára stúlka horfir á pabba sinn skotinn í höfuðið. Auðvitað þarf að tala um hlutina og gagnrýna, en það skiptir máli hvernig það er gert. Kannski er ég að velja erfiðu leiðina með því að syngja um ást og kærleika."Erfið reynsla Sem kunnugt er áttu Bubbi og Hrafnhildur eiginkona hans von á barni, en eins og Bubbi greindi frá á bloggsíðu sinni á dögunum gripu örlögin í taumana. Hann vill síður tjá sig um það mál umfram það sem hann hefur þegar sagt. "Það er svo stutt um liðið og auk þess væri það óvirðing við konuna mína að tala um þetta án þess að hún viti af því. En þetta er reynsla sem ég óska engum að ganga í gegnum," segir hann.Ekkert internet þegar ég byrjaði Ljóst er að vinsældir Bubba hafa verið miklar og stöðugar í yfir þrjá áratugi, en hann hefur líka alltaf verið umdeildur. Hefur Bubbi orðið umdeildari hin síðari ár en áður var? „Nei, ég held ekki," svarar söngvarinn. „Það má ekki gleyma því að þegar ég kom inn á sjónarsviðið var ekkert internet. Það er hægt að ímynda sér hvernig umræðan um Bubba Morthens væri ef ég kæmi inn í dag. Hassreykjandi, kóksniffandi kjaftaskur, svívirðandi menn og málefni. Eflaust er ég umdeildur, en það verður að hafa í huga að bloggheimar hafa sitt að segja. Þetta er tvö- eða þrjúhundruð manna hópur fólks sem hefur skapað sér nýtt sjálf í gegnum bloggið, lifir í gegnum tölvuna og ímyndar sér jafnvel að það sé orðið frægt. Þegar ég lendi í umræðunni er orðfærið yfirleitt á þá leið að ég sé fífl, viðbjóður, ómerkingur sem sé búinn að dópa af sér hausinn og mella sem seldi sig útrásarvíkingum. Þetta eru fáar raddir en háværar," segir Bubbi og tekur sem dæmi að öll umræða um að hann hafi á sínum tíma selt höfundarréttinn að lögunum sínum sé á algjörum villigötum. „Það virðist vera hópur af fíflum þarna úti sem skilur ekki málið. Ég framseldi í raun höfundartekjur mínar og fékk þær greiddar fyrirfram, en höfundarréttinn á ég alltaf. Þetta gera allir tónlistarmenn úti í heimi og þetta gerðu um fimmtán íslenskir tónlistarmenn. Ég var tekinn út úr þessum hópi og nokkrir blaðamenn byrjuðu að negla þetta inn. Það var alveg sama hvað ég reyndi að leiðrétta, þetta var alveg geirneglt, og að lokum gafst ég hreinlega upp á því. Þetta er mjög lýsandi fyrir umræðuna um mig. En að því sögðu vil ég frekar vera umdeildur en að öllum sé sama."Lem Steinda þegar ég sé hann Nýlegt atriði úr þætti grínistans Steinda Jr. á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli, en í því nappar Bubbi (í meðförum Ara Eldjárn) innbrotsþjóf á heimili sínu og lætur hann finna fyrir því. Bubbi segist enn ekki hafa séð atriðið en heyrt mikið og vel talað um það. „Ég er mest fúll yfir því að Steindi hafi ekki bara drullast til að tala við mig og biðja mig um að leika í atriðinu. Ég lem Steinda næst þegar ég sé hann," segir Bubbi og glottir, en hann hefur stundað box og aðrar bardagaíþróttir af kappi í áratugi. En hvenær lenti hann síðast í handalögmálum utan hringsins? „Það var á Kanarí. Ég var að koma af ströndinni með frumburðinn í kerru og stóð í biðröð eftir leigubíl. Þá réðst á mig Þjóðverji sem vildi bílinn sem við ætluðum inn í, hrinti mér og kerran með drengnum fór á hliðina. Sem betur fer meiddi barnið sig ekkert en ég fór bara í Þjóðverjann. Sló hann í nýrað svo stóð út úr honum spýjan þar sem hann lá á fjórum fótum. Svo fórum við inn í leigubílinn og þá sagði leigubílstjórinn: „Þetta var fallegt. Mér líkar illa við Þjóðverja," segir Bubbi og skellir upp úr. Hann rifjar upp önnur slagsmál úr fortíðinni sem hefðu hæglega getað endað með skelfingu. „Það var á afmælisdeginum mínum, 6. júní 1981 í Alþýðukjallaranum. Ég lenti í slagsmálum við mann og það var krítískt, hefði getað farið illa. Það má segja að hann hafi verið hætt kominn, þurfti að fara á spítala í aðgerð. Ég sat inni þá nótt. Í dag myndi ég sennilega setja hendurnar í rassvasann. Eða hlaupa. Eða taka skrokkinn. Það er ekkert mál að fella fólk með skrokkhöggum og það veldur litlum sem engum skaða. En púðinn nægir mér í dag og ég er duglegur á honum." Tónlist Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Á væntanlegri plötu, Ég trúi á þig, tæklar Bubbi Morthens hreinræktaða sálartónlist með jákvæðum textum. „Það var tónlistarsagnfræðingurinn og poppnördinn Óttar Felix Hauksson sem uppgötvaði að þetta er fyrsta alvöru íslenska soul-platan með frumsömdu efni. Hann færði fyrir því sterk rök að svo væri, en ég var efins og minnti hann á Sálina hans Jóns míns. Þá sagði Óttar Felix að Sálin væri poppband en ekki hreinræktað soul-band. Hann hélt því líka fram að enn og aftur væri ég að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu," segir Bubbi Morthens um nýju plötuna sína, Ég trúi á þig, sem kemur út á afmælisdegi tónlistarmannsins, hinn 6. júní næstkomandi. Nú þegar hefur almenningur fengið smjörþef af plötunni með lögunum Sól, Ísabellu, sem hefur verið eitt vinsælasta lag landsins síðustu vikur og mánuði, og Blik þinna augna sem fór í spilun rétt fyrir helgi.Tvo áratugi á leiðinni Kolbikasvört sálartónlist er dagsskipunin á Ég trúi á þig, sem söngvarinn segir hafa verið lengi í vinnslu og í raun tvo áratugi á leiðinni. Hann hafi alist upp við tilfinningaríkar raddir söngvara á borð Otis Redding, James Brown, Tinu Turner, Curtis Mayfield og Sam Cooke (sá síðastnefndi er sá besti að mati Bubba) og alla tíð haft á þeim dálæti, en einhverra hluta vegna hafi ekki verið til staðar mannskapur á Íslandi til að spila þessa tegund tónlistar á sínum tíma. „Ég hef gert nokkrar tilraunir í þessa veru, til dæmis í lögunum Sumar konur og Fjórir naglar, sem er hreinræktað „soul"," segir Bubbi. „Þegar ég var að taka upp plötuna Fjórir naglar heyrði ég svo af einhverri svakalegri stelpu í Bretlandi sem væri að syngja gamla sálartónlist í nýjum og djassskotnum búningi, Amy Winehouse. Ég hreifst mjög af Back to Black plötunni hennar og fór strax á stúfana og spurði umboðsmanninn minn um það hverjir á Íslandi gætu eiginlega gert þetta almennilega." Umbinn benti á tvo af stofnendum fönksveitarinnar Jagúars, bræðurna Börk og Daða Birgissyni, sem Bubbi hitti og lýsti fyrir þeim áformum sínum. „Þá kom í ljós að þeir vita þetta allt og kunna þetta allt. Þetta eru strákar, tuttugu árum yngri en ég, sem eru alveg á bólakafi í þessari soul-, blús- og brassveröld. Og ég sagði bara "bring it on!"," rifjar Bubbi upp og fer fögrum orðum um Sólskuggana, stórskotaliðið sem leikur með honum á plötunni, sem telur þá Ara Braga Kárason á trompet, Jóel Pálsson og Ragnar Árna Ágústsson á saxófón, Kristin Snæ Agnarsson á trommur, Inga Björn Ingasson á bassa og Kristjönu Stefánsdóttur í bakröddum, auk þeirra Barkar og Daða sem spila á gítar og hljómborð, og fleiri tónlistarmenn. Þá syngur Gréta, dóttir Bubba, með honum í laginu Háskaleikur á plötunni. Birtu stafar af textunum Eftir rúmlega þrjátíu ára feril segist Bubbi hafa greint tækifæri í sálartónlistinni til að syngja á þann hátt sem hann hefur alltaf dreymt um. „Það eru lög á þessari plötu sem gefa mér tækifæri til að skína skærar en áður. Líklega hefur það líka nokkuð með það að gera að ég hætti að reykja fyrir sex árum," segir hann og hlær. „Það hafði í för með sér að röddin hefur styrkst, hækkað og batnað. Orðið fyllri. Þessi tónlist á mjög vel við röddina eins og hún er núna, með alla þessa reynslu og þroska." Um textana á plötunni segir Bubbi eitt orð einkenna þá öðrum fremur: jákvæðni. „Það eru til aðrar upptökur af þessum lögum með allt öðrum textum, sem fjalla um hrunið og fleira," segir hann. „Tökum sem dæmi ska-lagið Það rignir á hús þeirra ríku [eina lagið á plötunni sem víkur frá sálartónlistinni og Bubbi lýsir sem ekta hjólhýsareggíi]. Það hófst upphaflega svona: „Rauð málning á hús þeirra ríku. Í röngum líkama fékk sér píku," og fjallaði um það hvernig dagblöðin eru til í að birta hvað sem er, svo lengi sem það selur. Núna byrjar lagið svona: „Það rignir á hús þeirra ríku, ég er að grilla í góðri klíku". Miklu jákvæðara. Titillagið, Ég trúi á þig, hefst á orðunum „Lítil börn að leika sér". Það stafar birtu af flestum textunum. Mig langaði til að syngja um það sem skiptir máli í raun og veru. Og hvað er það sem allir tónlistarmenn, frá Bob Dylan til Nick Cave til Johnny Cash, syngja um? Það er ástin. All you need is love," segir Bubbi ákveðinn og bætir við að þessi frægu orð fjórmenninganna frá Liverpool hafi aldrei átt eins vel við og nú. „Ef við gætum öll lifað samkvæmt þessu þá værum við ekki að glíma við allan þennan viðbjóð. Sjáðu bara Bandaríkin. Hvers konar þjóðfélag er það þar sem tugþúsundir fagna því á götum úti að einhver hafi verið drepinn? Burtséð frá því hvort hann hafi verið hryðjuverkamaður eða ekki. Það má þakka fyrir að hann hafi verið tekinn úr umferð en ég á erfitt með að skilja þessa gleði þegar tólf ára stúlka horfir á pabba sinn skotinn í höfuðið. Auðvitað þarf að tala um hlutina og gagnrýna, en það skiptir máli hvernig það er gert. Kannski er ég að velja erfiðu leiðina með því að syngja um ást og kærleika."Erfið reynsla Sem kunnugt er áttu Bubbi og Hrafnhildur eiginkona hans von á barni, en eins og Bubbi greindi frá á bloggsíðu sinni á dögunum gripu örlögin í taumana. Hann vill síður tjá sig um það mál umfram það sem hann hefur þegar sagt. "Það er svo stutt um liðið og auk þess væri það óvirðing við konuna mína að tala um þetta án þess að hún viti af því. En þetta er reynsla sem ég óska engum að ganga í gegnum," segir hann.Ekkert internet þegar ég byrjaði Ljóst er að vinsældir Bubba hafa verið miklar og stöðugar í yfir þrjá áratugi, en hann hefur líka alltaf verið umdeildur. Hefur Bubbi orðið umdeildari hin síðari ár en áður var? „Nei, ég held ekki," svarar söngvarinn. „Það má ekki gleyma því að þegar ég kom inn á sjónarsviðið var ekkert internet. Það er hægt að ímynda sér hvernig umræðan um Bubba Morthens væri ef ég kæmi inn í dag. Hassreykjandi, kóksniffandi kjaftaskur, svívirðandi menn og málefni. Eflaust er ég umdeildur, en það verður að hafa í huga að bloggheimar hafa sitt að segja. Þetta er tvö- eða þrjúhundruð manna hópur fólks sem hefur skapað sér nýtt sjálf í gegnum bloggið, lifir í gegnum tölvuna og ímyndar sér jafnvel að það sé orðið frægt. Þegar ég lendi í umræðunni er orðfærið yfirleitt á þá leið að ég sé fífl, viðbjóður, ómerkingur sem sé búinn að dópa af sér hausinn og mella sem seldi sig útrásarvíkingum. Þetta eru fáar raddir en háværar," segir Bubbi og tekur sem dæmi að öll umræða um að hann hafi á sínum tíma selt höfundarréttinn að lögunum sínum sé á algjörum villigötum. „Það virðist vera hópur af fíflum þarna úti sem skilur ekki málið. Ég framseldi í raun höfundartekjur mínar og fékk þær greiddar fyrirfram, en höfundarréttinn á ég alltaf. Þetta gera allir tónlistarmenn úti í heimi og þetta gerðu um fimmtán íslenskir tónlistarmenn. Ég var tekinn út úr þessum hópi og nokkrir blaðamenn byrjuðu að negla þetta inn. Það var alveg sama hvað ég reyndi að leiðrétta, þetta var alveg geirneglt, og að lokum gafst ég hreinlega upp á því. Þetta er mjög lýsandi fyrir umræðuna um mig. En að því sögðu vil ég frekar vera umdeildur en að öllum sé sama."Lem Steinda þegar ég sé hann Nýlegt atriði úr þætti grínistans Steinda Jr. á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli, en í því nappar Bubbi (í meðförum Ara Eldjárn) innbrotsþjóf á heimili sínu og lætur hann finna fyrir því. Bubbi segist enn ekki hafa séð atriðið en heyrt mikið og vel talað um það. „Ég er mest fúll yfir því að Steindi hafi ekki bara drullast til að tala við mig og biðja mig um að leika í atriðinu. Ég lem Steinda næst þegar ég sé hann," segir Bubbi og glottir, en hann hefur stundað box og aðrar bardagaíþróttir af kappi í áratugi. En hvenær lenti hann síðast í handalögmálum utan hringsins? „Það var á Kanarí. Ég var að koma af ströndinni með frumburðinn í kerru og stóð í biðröð eftir leigubíl. Þá réðst á mig Þjóðverji sem vildi bílinn sem við ætluðum inn í, hrinti mér og kerran með drengnum fór á hliðina. Sem betur fer meiddi barnið sig ekkert en ég fór bara í Þjóðverjann. Sló hann í nýrað svo stóð út úr honum spýjan þar sem hann lá á fjórum fótum. Svo fórum við inn í leigubílinn og þá sagði leigubílstjórinn: „Þetta var fallegt. Mér líkar illa við Þjóðverja," segir Bubbi og skellir upp úr. Hann rifjar upp önnur slagsmál úr fortíðinni sem hefðu hæglega getað endað með skelfingu. „Það var á afmælisdeginum mínum, 6. júní 1981 í Alþýðukjallaranum. Ég lenti í slagsmálum við mann og það var krítískt, hefði getað farið illa. Það má segja að hann hafi verið hætt kominn, þurfti að fara á spítala í aðgerð. Ég sat inni þá nótt. Í dag myndi ég sennilega setja hendurnar í rassvasann. Eða hlaupa. Eða taka skrokkinn. Það er ekkert mál að fella fólk með skrokkhöggum og það veldur litlum sem engum skaða. En púðinn nægir mér í dag og ég er duglegur á honum."
Tónlist Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira