NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 11:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Sjá meira
Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Sjá meira