Vettel: Það er enginn ósigrandi 5. maí 2011 17:28 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni. Formúla Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira