KR-ingar hófu Íslandsmótið þetta árið með því að leggja ríkjandi Íslandsmeistarana á útivelli. KR vann í gær Breiðablik, 3-2.
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir KR en það munaði einnig miklu um að markvörður Blika, Ingvar Þór Kale, var rekinn af velli strax í fyrri hálfleik.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.
