Rosberg: Fyrstu þrjú mótin eins og rússibanareið tilfinninga 2. maí 2011 14:44 Nico Rosberg náði fjórða besta aksturstímanum í tímatökunni fyrir kappaksturinn í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images/Clive Mason Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes hafa ekki náð því flugi, sem Mercedes liðið vonaðist eftir. En þeir eru ekki meðal efstu manna í stigamóti ökumanna eftir þrjú fyrstu mótin. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst eins öflugur og til stóð í upphafi, en virkaði þó betur í síðustu keppni, en í fyrstu tveimur mótum ársins. Mercedes keppir í Tyrklandi um næstu helgi. „Byrjunin á 2011 tímabilinu hefur verið erfiðari en við áttum von á og fyrstu þrjú mótin voru dálítið eins og rússíbanareið tilfinninga. Við vorum allir svekktir í Melbourne og Malasíu, en eftir að hafa haft forystu í mótinu í Sjanghæ, þá staðfestum við möguleika bílsins", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Yfirmenn Mercedes endurskipulögðu nálgun sína fyrir mótshelgar, fyrir keppnina í Kína og það bar árangur. Rosberg lauk keppni í fimmta sæti, en Schumacher varð áttundi. „Liðið vann verk sitt vel og tók framfaraskref og við lærðum mikið þessa helgina. Vonandi getum við tekið annað skref framávið í Tyrklandi og náum jákvæðum árangri", sagði Rosberg. Hann nýtti hléið milli móta til að vera með fjölskyldu sinni um páskana og hlakkar til mótsins á Istanbúl Park í Tyrklandi. „Beygja átta er ein erfiðasta beygjan á árinu og er ekin á fullri gjöf í meira en átta sekúndur. Togkraftarnir eru allt að 5G og ef ég ætti að búa til ímyndaða óskabraut, þá væri þessi beygja hluti af henni", sagði Rosberg um brautina í Tyrklandi. Schumacher segist spenntur að keppa í Evrópu, en fyrstu þrjú mót ársins voru öll utan Evrópu og því var mikið ferðalög hjá starfsmönnum keppnisliða. Frí með fjölskykyldunni var því Schumacher kærkomið eins og Rosberg. „Ég hlakka til að komast í hasarinn aftur. Istanbúl Park brautin er frábær og verðugt viðfangsefni. Hún er ekin rangsælis og með ýmsar útfærslur af beygjum og því ánægjulegt að aka hana", sagði Schumacher. „Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að halda þeirri þróun áfram sem varð í Kína og með nýjungar í farteskinu fyrir Istanbúl, þá er ég fullviss að við getum náð álíka jákvæðri útkomu", sagði Schumacher um næsta mót. Formúla Íþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes hafa ekki náð því flugi, sem Mercedes liðið vonaðist eftir. En þeir eru ekki meðal efstu manna í stigamóti ökumanna eftir þrjú fyrstu mótin. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst eins öflugur og til stóð í upphafi, en virkaði þó betur í síðustu keppni, en í fyrstu tveimur mótum ársins. Mercedes keppir í Tyrklandi um næstu helgi. „Byrjunin á 2011 tímabilinu hefur verið erfiðari en við áttum von á og fyrstu þrjú mótin voru dálítið eins og rússíbanareið tilfinninga. Við vorum allir svekktir í Melbourne og Malasíu, en eftir að hafa haft forystu í mótinu í Sjanghæ, þá staðfestum við möguleika bílsins", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Yfirmenn Mercedes endurskipulögðu nálgun sína fyrir mótshelgar, fyrir keppnina í Kína og það bar árangur. Rosberg lauk keppni í fimmta sæti, en Schumacher varð áttundi. „Liðið vann verk sitt vel og tók framfaraskref og við lærðum mikið þessa helgina. Vonandi getum við tekið annað skref framávið í Tyrklandi og náum jákvæðum árangri", sagði Rosberg. Hann nýtti hléið milli móta til að vera með fjölskyldu sinni um páskana og hlakkar til mótsins á Istanbúl Park í Tyrklandi. „Beygja átta er ein erfiðasta beygjan á árinu og er ekin á fullri gjöf í meira en átta sekúndur. Togkraftarnir eru allt að 5G og ef ég ætti að búa til ímyndaða óskabraut, þá væri þessi beygja hluti af henni", sagði Rosberg um brautina í Tyrklandi. Schumacher segist spenntur að keppa í Evrópu, en fyrstu þrjú mót ársins voru öll utan Evrópu og því var mikið ferðalög hjá starfsmönnum keppnisliða. Frí með fjölskykyldunni var því Schumacher kærkomið eins og Rosberg. „Ég hlakka til að komast í hasarinn aftur. Istanbúl Park brautin er frábær og verðugt viðfangsefni. Hún er ekin rangsælis og með ýmsar útfærslur af beygjum og því ánægjulegt að aka hana", sagði Schumacher. „Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að halda þeirri þróun áfram sem varð í Kína og með nýjungar í farteskinu fyrir Istanbúl, þá er ég fullviss að við getum náð álíka jákvæðri útkomu", sagði Schumacher um næsta mót.
Formúla Íþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira