Heidfeld telur Renault eiga meira inni 2. maí 2011 13:56 Nick Heidfeld á mótsstað í Kína. Mynd: Getty Images/Clive Mason Nick Heidfeld og Vitaly Petrov mæta galvaskir í næsta Formúlu 1 mót, sem verður í Tyrklandi um næstu helgi. Báðir hafa nælt í bronsverðlaun í móti á árinu, en þremur mótum er lokið. Heidfeld tók sæti Robert Kubica fyrir tímabilið hjá Renault, vegna óhapps sem Kubica lenti í þegar hann tók þátt í rallkeppni í vetur. Heidfeld þurfti að læra hratt á innviði Renault liðsins og skapa skilning milli sín og tæknimanna sinna og hefur nú ekið í þremur mótum með liðinu. „Það hefur gengið svona upp og niður. Á jákvæðu nótunum, þá er bíllinn nútímalegur og fljótur og svarar vel breytingum á uppsetningu, hefur góðan hámarkshraða og er samkeppnisfær á ólíkum brautum", sagði Heidfeld í fréttatilkynningu frá Renault. „Við höfum náð á verðlaunapall í þremur mótum, sem er kostur. Við eigum þó meira inni og ég vona að við sem lið og ég geti bætt úr því. Fyrstu þrjú mótin sýndi okkur hvar styrkleikar og veikleikar liggja og við höfum getað greint hvar við getum bætt okkur." Ökumenn hafa þurft að læra inn á nýjungar, eins og stillanlegan afturvæng og KERS kerfið er notað á ný eftir hlé. Renault hefur unnið að því að endurbæta búnaðinn eftir þrjú fyrstu mótin. Heidfeld er ekki hrifinn af því að stillanlegir afturvængir séu á kappakstursbílum, til að auka möguleika á framúrakstri, en segir kerfið virka vel hjá Renault. „Mesta breytingin er varðandi dekkin. Þegar afturvængurinn er virkur og bíllinn fyrir framan er á álíka (slitnum) dekkjum, þá getur enn verið erfitt að fara framúr, en ef maður er á nýlegum dekkjum (lítið notuðum dekkjum), þá getur verið auðveldara að fara framúr. Við höfum séð meira um framúrakstur en áður til þessa." Heidfeld þurfti að læra hratt, eftir að hann tók sæti Kubica en hann tók þátt í vetraræfingum Renault fyrir tímabilið. „Það er stöðugt verkefni að fá allt til að virka sem skyldi, en það hefur heillað mig hvað við höfum byggt upp góð samskipti á fáum vikum. Fólkið hjá Lotus Renault vill að ökumanni líði vel um borð í bílnum og það færir manni sjálfstraust. Við höfum hlustað á hvor aðra og það hefur verið uppbyggilegt. Ég nýt þess hve samskiptin eru opinn." Næsta mót sem Heidfeld keppir í er um næstu helgi í Tyrklandi. „Við höfum sýnt að við erum með góðan bíl og það gæti orðið áhugavert mót í Istanbúl, af því þetta er fyrsta mótið í Evrópu. Mörg lið mæta með endurbættan bíl, við líka. Vonandi getum við sýnt góðan árangur á ný", sagði Heidfeld. Liðsfélagi Heidfeld, Vitaly Petrov á góðar minningar frá Istanbúl Park brautinni og hefur náð í eitt brons á árinu, rétt eins og Heidfeld. „Ég á mjög góðar minningar frá Istanbúl Park og kann vel við að keppa þar. Ég vann á brautinni í GP2 (árið 2009). Þá er mér minnisstætt að ég komst í fyrsta skipti í lokaumferð tímatökunnar sem Formúlu 1 ökumaður í fyrra á brautinni. Þá var ég í baráttu við Ferrari bílanna í mótinu, en náði ekki í nein stig því það sprakk hjá mér, en keppnin var góð engu að síður", sagði Petrov. Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Nick Heidfeld og Vitaly Petrov mæta galvaskir í næsta Formúlu 1 mót, sem verður í Tyrklandi um næstu helgi. Báðir hafa nælt í bronsverðlaun í móti á árinu, en þremur mótum er lokið. Heidfeld tók sæti Robert Kubica fyrir tímabilið hjá Renault, vegna óhapps sem Kubica lenti í þegar hann tók þátt í rallkeppni í vetur. Heidfeld þurfti að læra hratt á innviði Renault liðsins og skapa skilning milli sín og tæknimanna sinna og hefur nú ekið í þremur mótum með liðinu. „Það hefur gengið svona upp og niður. Á jákvæðu nótunum, þá er bíllinn nútímalegur og fljótur og svarar vel breytingum á uppsetningu, hefur góðan hámarkshraða og er samkeppnisfær á ólíkum brautum", sagði Heidfeld í fréttatilkynningu frá Renault. „Við höfum náð á verðlaunapall í þremur mótum, sem er kostur. Við eigum þó meira inni og ég vona að við sem lið og ég geti bætt úr því. Fyrstu þrjú mótin sýndi okkur hvar styrkleikar og veikleikar liggja og við höfum getað greint hvar við getum bætt okkur." Ökumenn hafa þurft að læra inn á nýjungar, eins og stillanlegan afturvæng og KERS kerfið er notað á ný eftir hlé. Renault hefur unnið að því að endurbæta búnaðinn eftir þrjú fyrstu mótin. Heidfeld er ekki hrifinn af því að stillanlegir afturvængir séu á kappakstursbílum, til að auka möguleika á framúrakstri, en segir kerfið virka vel hjá Renault. „Mesta breytingin er varðandi dekkin. Þegar afturvængurinn er virkur og bíllinn fyrir framan er á álíka (slitnum) dekkjum, þá getur enn verið erfitt að fara framúr, en ef maður er á nýlegum dekkjum (lítið notuðum dekkjum), þá getur verið auðveldara að fara framúr. Við höfum séð meira um framúrakstur en áður til þessa." Heidfeld þurfti að læra hratt, eftir að hann tók sæti Kubica en hann tók þátt í vetraræfingum Renault fyrir tímabilið. „Það er stöðugt verkefni að fá allt til að virka sem skyldi, en það hefur heillað mig hvað við höfum byggt upp góð samskipti á fáum vikum. Fólkið hjá Lotus Renault vill að ökumanni líði vel um borð í bílnum og það færir manni sjálfstraust. Við höfum hlustað á hvor aðra og það hefur verið uppbyggilegt. Ég nýt þess hve samskiptin eru opinn." Næsta mót sem Heidfeld keppir í er um næstu helgi í Tyrklandi. „Við höfum sýnt að við erum með góðan bíl og það gæti orðið áhugavert mót í Istanbúl, af því þetta er fyrsta mótið í Evrópu. Mörg lið mæta með endurbættan bíl, við líka. Vonandi getum við sýnt góðan árangur á ný", sagði Heidfeld. Liðsfélagi Heidfeld, Vitaly Petrov á góðar minningar frá Istanbúl Park brautinni og hefur náð í eitt brons á árinu, rétt eins og Heidfeld. „Ég á mjög góðar minningar frá Istanbúl Park og kann vel við að keppa þar. Ég vann á brautinni í GP2 (árið 2009). Þá er mér minnisstætt að ég komst í fyrsta skipti í lokaumferð tímatökunnar sem Formúlu 1 ökumaður í fyrra á brautinni. Þá var ég í baráttu við Ferrari bílanna í mótinu, en náði ekki í nein stig því það sprakk hjá mér, en keppnin var góð engu að síður", sagði Petrov.
Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira