Enski boltinn

Ferguson ætlar að fríska upp á United-liðið á miðvikudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að hvíla menn í seinni leiknum á móti Schalke í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Framundan er "úrslitavika" á Old Trafford þar sem United-liðið getur bæði komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og nánast tryggt sér sigur í ensku deildinni.

Það hefur verið nóg að gera hjá Manchester United síðustu daga, liðið vann 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna á þriðjudaginn í síðustu viku og tapaði síðan 0-1 fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Það bendir allt til þess að Ferguson ætli að hvíla þá Wayne Rooney og Javier Hernandez í leiknum og gefa þess í stað  Dimitar Berbatov og Michael Owen tækifærið.

„Ég mun koma með Paul Scholes aftur inn í liðið sem og þá Dimitar Berbatov og Michael Owen. Við Þurfum að fríska upp á liðið en ég býst samt við að nota reynslumiklu mennina mína í vörninni," sagði Sir Alex Ferguson.

„Það er stór vika framundan hjá okkur, undanúrslitaleikur í Meistaradeildinni á miðvikdaginn og svo leikurinn á sunnudaginn. Þetta er tveir risaleikir og við þurfum að þjappa okkur saman og fríska upp á hlutina," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×