Þórður Þórðarson: Við eigum eftir að laga margt í okkar leik Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. maí 2011 23:01 Dean Martin og Jens Elvar Sævarsson í baráttunni á Akranesvelli í kvöld. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Hjörtur Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig gegn Þrótti í kvöld en íþróttafréttamaðurinn knái skallaði boltann í netið af stuttu færi í 1-0 sigri ÍA á Akranesvelli. Hjörtur hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum ÍA og er liðið með fullt hús stiga og liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Aðstæður á Akranesvelli voru alls ekki góðar. Ísköld norðanátt, og frekar hvöss. Skagamenn fengu vindinn aðeins í bakið í fyrri hálfleik og voru mun líklegri til þess að skora. Þróttarar fengur nokkur „hálffæri" en Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hjörtur skoraði eina mark leiksins með skalla af stuttu færi á 43. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Heiðari Sveinssyni. Dean Martin og Gary Martin voru mjög áberandi í sóknarleik ÍA en einnig átti Eggert Kári Karlsson fína spretti. Martin Doniger byrjaði frekar illa á miðsvæðinu hjá ÍA en hann náði betri tökum á verkefninu þegar á leið. Lið Þróttar sýndi ágæt tilþrif og skyndisóknir liðsins í fyrri hálfleik voru vel útfærðar. En fótbolti snýst um að skora mörk og það náðu gestirnir ekki að gera. Páll Einarsson þjálfari Þróttar var vísað úr varamannaskýlinu undir lok síðari hálfleiks fyrir mótmæli en liðið er með 1 stig eftir tvær umferðir. "Við erum með mun reyndari leikmenn í ár en í fyrra. Varnarleikurinn er það sem við leggjum áherslu á og við lögðum upp með það að berjast og halda hreinu við erfiðar aðstæður. Þessi leikur þróaðist alveg eins og við áttum von á. Það var barist um alla bolta og vindurinn gerði báðum liðum erfitt fyrir. Þetta er fín byrjun en við eigum eftir að laga margt í okkar leik," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Hjörtur Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig gegn Þrótti í kvöld en íþróttafréttamaðurinn knái skallaði boltann í netið af stuttu færi í 1-0 sigri ÍA á Akranesvelli. Hjörtur hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum ÍA og er liðið með fullt hús stiga og liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Aðstæður á Akranesvelli voru alls ekki góðar. Ísköld norðanátt, og frekar hvöss. Skagamenn fengu vindinn aðeins í bakið í fyrri hálfleik og voru mun líklegri til þess að skora. Þróttarar fengur nokkur „hálffæri" en Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hjörtur skoraði eina mark leiksins með skalla af stuttu færi á 43. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Heiðari Sveinssyni. Dean Martin og Gary Martin voru mjög áberandi í sóknarleik ÍA en einnig átti Eggert Kári Karlsson fína spretti. Martin Doniger byrjaði frekar illa á miðsvæðinu hjá ÍA en hann náði betri tökum á verkefninu þegar á leið. Lið Þróttar sýndi ágæt tilþrif og skyndisóknir liðsins í fyrri hálfleik voru vel útfærðar. En fótbolti snýst um að skora mörk og það náðu gestirnir ekki að gera. Páll Einarsson þjálfari Þróttar var vísað úr varamannaskýlinu undir lok síðari hálfleiks fyrir mótmæli en liðið er með 1 stig eftir tvær umferðir. "Við erum með mun reyndari leikmenn í ár en í fyrra. Varnarleikurinn er það sem við leggjum áherslu á og við lögðum upp með það að berjast og halda hreinu við erfiðar aðstæður. Þessi leikur þróaðist alveg eins og við áttum von á. Það var barist um alla bolta og vindurinn gerði báðum liðum erfitt fyrir. Þetta er fín byrjun en við eigum eftir að laga margt í okkar leik," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira