Alguersuari stefnir á vera meðal tíu fremstu á heimavelli 19. maí 2011 16:48 Jamie Alguersuari á fréttamannafundi á Spáni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira