Ólympíumeistarinn í maraþonhlaupi karla, Samuel Wanjiru frá Nígeru, er látinn en hann stökk fram af svölum á fyrstu hæð á heimili sínu eftir rifrildi við eiginkonu sína. Wanjiru, sem var 24 ára gamall, sigraði í maraþonhlaupinu á ÓL í Peking árið 2008, en þá var hann aðeins 21 árs gamall og yngsti sigurvegarinn í greininn á Ól frá árinu 1932.
Talsmaður lögregluyfirvalda í Nígeríu sagði á fundi með fjölmiðlum skömmu eftir atvikið að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Þau ummæli voru síðar dregin til baka og er málið enn í rannsókn.
