Svíþjóð og Finnland tryggðu sér bæði sæti í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í íshokkí sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana.
Svíar höfðu betur gegn núverandi meisturum, Tékklandi, 5-2 í sinni undanúrslitaviðureign. Finnar gerðu sér lítið fyrir og unnu Rússa, 3-0, í hinum undanúrslitunum á föstudaginn.
Rússar mæta því Tékkum í bronsleiknum en þessi tvö lið léku um gullið í fyrra, þegar síðasta heimsmeistarakeppni fór fram.
Báðir leikir fara fram í dag
