Handbolti

Ólafur Bjarki og Anna Úrsula valin best í handboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Bjarki átti frábært tímabil með HK.
Ólafur Bjarki átti frábært tímabil með HK.
Lokahóf Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fór fram í Gullhömrum í kvöld og fengu þeir sem sköruðu fram úr í vetur verðlaun fyrir góðan árangur. Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK og Valskonan Anna Úrsula Guðmundsdóttir voru valin bestu leikmenn N1-deildanna.

Heildarlista verðlauna ásamt liðum ársins má sjá hér að neðan.

Lokahóf HSÍ 2011 – Verðlaunaafhending yfirlit

Háttvísiverðlaun HDSÍ kvenna 2011 - Karen Knútsdóttir - Fram

Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2011 - Ólafur Bjarki Ragnarsson - HK

Unglingabikar HSÍ 2011 - FH

Sigríðarbikarinn 2011 - Anna Úrsúla Guðmundsdóttir - Valur

Valdimarsbikarinn 2011 - Heimir Örn Árnason - Akureyri

Markahæsti leikmaður 1.deildar karla 2011 - Vignir Stefánsson – ÍBV með 134 mörk

Markahæsti leikmaður N1 deildar kvenna 2011 - Brynja Magnúsdóttir – HK með 121 mörk

Markahæsti leikmaður N1 deildar karla 2011 - Ragnar Jóhannsson – Selfossi með 173 mörk

Besti varnarmaður 1.deildar karla 2011 - Ægir Hrafn Jónsson - Grótta

Besti varnarmaður N1 deildar kvenna 2011 - Anna Úrsúla Guðmundsdóttir - Valur

Besti varnarmaður N1 deildar karla 2011 - Guðlaugur Arnarsson - Akureyri

Besti sóknarmaður 1.deildar karla 2011 - Sigurður Eggertsson - Grótta

Besti sóknarmaður N1 deildar kvenna 2011 - Karen Knútsdóttir – Fram

Besti sóknarmaður N1 deildar karla 2011 - Ólafur Bjarki Ragnarsson – HK

Besti markmaður 1.deildar karla 2011 - Magnús Guðbjörn Sigmundsson - Grótta

Besti markmaður N1 deildar kvenna 2011 - Íris Björk Símonardóttir - Fram

Besti markmaður N1 deildar karla 2011 - Sveinbjörn Pétursson - Akureyri



Anna Úrsula var mögnuð í Íslandsmeistaraliði Vals.
Besta dómaraparið 2011 - Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson

Besti Þjálfari í 1.deild karla 2011 - Geir Sveinsson - Grótta

Besti þjálfari í N1 deild kvenna 2011 - Stefán Arnarson - Valur

Besti Þjálfari í N1 deild karla 2011 - Atli Hilmarsson - Akureyri

Efnilegasti leikmaður 1.deildar karla 2011 - Vignir Stefánsson - ÍBV

Efnilegasti leikmaður N1 deildar kvenna 2011 - Birna Berg Haraldsdóttir - Fram

Efnilegasti leikmaður N1 deildar karla 2011 - Guðmundur Hólmar Helgason - Akureyri

Leikmaður ársins í 1.deild karla 2011 - Hjalti Þór Pálmason - Grótta

Handknattleikskona ársins 2011 - Anna Úrsúla Guðmundsdóttir - Valur

Handknattleiksmaður ársins 2011 - Ólafur Bjarki Ragnarsson - HK

N1 Deildin 2010-2011 Úrvalslið karla lið ársins.

Markvörður - Sveinbjörn Pétursson, Akureyri

Línumaður - Atli Ævar Ingólfsson, HK

Vinstra Horn - Oddur Gretarsson, Akureyri

Vinstri Skytta - Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Hægra Horn - Einar Rafn Eiðsson, Fram

Hægri Skytta - Ólafur Andrés Guðmundsson, FH

Miðjumaður - Ásbjörn Friðriksson, FH

N1 Deildin 2010-2011 – Lið ársins konur

Markvörður - Íris Björk Símonardóttir, Fram

Línumaður - Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Vinstra Horn - Rebekka Rut Skúladóttir, Valur

Vinstri Skytta - Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Valur

Hægra Horn - Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Fram

Hægri Skytta - Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjarnan

Miðjumaður - Karen Knútsdóttir, Fram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×