Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári.
Birgir Leifur lék fyrstu 18 holurnar á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann fékk sex fugla, tvo skolla og lék síðan tíu holur á pari. Mótið kom mjög skyndilega upp þegar nokkrir spænskir kylfingar forfölluðust og náði Birgir Leifur sem dæmi ekki að spila æfingahring á vellinum fyrir mótið.
Virkilega góð byrjun hjá Birgi sem lofar góðu fyrir framhaldið.
