Rakel: Ríkir bjartsýni í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 14:30 Mynd/Ole Nielsen Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira