Alonso: Verðum að taka áhættu 27. maí 2011 12:51 Fernando Alonso á brautinni í Mónakó í gær Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. Alonso hefur unnið mótið í Mónakó í tvígang, en Michael Schumacher hefur unnið það oftast þeirra sem keppa í Formúlu 1 í ár, eða fimm sinnum. „Það skiptir meginmáli í Mónakó að hafa tilfinningu fyrir bílnum. Því meiri tilfinng, því meira getur ökumaður tekið á bílnum, hring eftir hring. Við virðumst samkeppnisfærari hérna en annars staðar", sagði Alonso í fréttatilkynningu frá Ferrari eftir æfingarnar í gær. Alonso gat þess þó að að venju tæki hann niðurstöðu æfinga með fyrirvara um hvaða bensínmagn væri um borð í keppnisbílum á æfingum. Hann sagði yfirbygginguna bílsins ekki ráða eins miklu í Mónakó og því gengi betur en alla. „Á braut sem er með lægsta meðalhraðann, þá koma veikleikarnir ekki eins í ljós, vegna þess að aðrir þættir eru góðir, eins og mekkanískur búnaður og vélin. Mér leið strax vel hérna og gat því ekið hraðar og hraðar, því bíllinn brást vel við og ég treysti honum." „Við vitum að þetta er fyrsti dagurinn og Red Bull menn gætu verið að fela eitthvað, áður en kemur að tímatökunni. Það verður meira stress á laugardag, því minnstu mistök geta verið dýrkeypt. Við verðum að taka áhættu, því við verðum að minnka bilið í þá bestu", sagði Alonso. Bestu tími Alonso í gær náði hann á svokölluð ofurmjúkum dekk frá Pirelli sem ekki hafa verið notuð á mótshelgi áður og Alonso telur að ekki sé mikill munur á milli þessara dekkja og hefðbundinna mjúkra dekkja frá Pirelli, sem hafa verið notuð til þessa. Ökumenn verða að nota bæði afbrigði í kappakstrinum á sunnudag. Formúla Íþróttir Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. Alonso hefur unnið mótið í Mónakó í tvígang, en Michael Schumacher hefur unnið það oftast þeirra sem keppa í Formúlu 1 í ár, eða fimm sinnum. „Það skiptir meginmáli í Mónakó að hafa tilfinningu fyrir bílnum. Því meiri tilfinng, því meira getur ökumaður tekið á bílnum, hring eftir hring. Við virðumst samkeppnisfærari hérna en annars staðar", sagði Alonso í fréttatilkynningu frá Ferrari eftir æfingarnar í gær. Alonso gat þess þó að að venju tæki hann niðurstöðu æfinga með fyrirvara um hvaða bensínmagn væri um borð í keppnisbílum á æfingum. Hann sagði yfirbygginguna bílsins ekki ráða eins miklu í Mónakó og því gengi betur en alla. „Á braut sem er með lægsta meðalhraðann, þá koma veikleikarnir ekki eins í ljós, vegna þess að aðrir þættir eru góðir, eins og mekkanískur búnaður og vélin. Mér leið strax vel hérna og gat því ekið hraðar og hraðar, því bíllinn brást vel við og ég treysti honum." „Við vitum að þetta er fyrsti dagurinn og Red Bull menn gætu verið að fela eitthvað, áður en kemur að tímatökunni. Það verður meira stress á laugardag, því minnstu mistök geta verið dýrkeypt. Við verðum að taka áhættu, því við verðum að minnka bilið í þá bestu", sagði Alonso. Bestu tími Alonso í gær náði hann á svokölluð ofurmjúkum dekk frá Pirelli sem ekki hafa verið notuð á mótshelgi áður og Alonso telur að ekki sé mikill munur á milli þessara dekkja og hefðbundinna mjúkra dekkja frá Pirelli, sem hafa verið notuð til þessa. Ökumenn verða að nota bæði afbrigði í kappakstrinum á sunnudag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira