Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2011 10:47 Ein af veiðiperlum Íslands, Laxá í Mývatnssveit Urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit opna næstu helgi. Árnefndin hefur staðið í stórræðum og væntingar veiðimanna miklar fyrir sumarið.Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd þá hóf hún vorstörf í Laxárdal og Mývatnssveit 28. apríl sl. Þegar þetta er ritað er þeim enn ekki alveg lokið. Allt verður þó klárt fyrir opnun 29. maí. Stóra verkefnið þetta vorið var að mála veiðihúsið Hof í Mývatnssveit. Þess vegna var afráðið að fjölga í árnefndinni í 14 manns til að tryggja að verkefnið kláraðist fyrir opnun. Ekki náðu þó allir í árnefndinni að taka þátt í vorverkunum. Það voraði snemma í Mývatnssveitinni og Laxárdalnum og útlit mjög gott lengi fram eftir maímánuði en síðan tók við strangur kuldakafli sem enn sér ekki fyrir endann á. Þá verður að minnast á eldgosið í Grímsvötnum sem hófst 21. maí þó enn hafi það ekki haft teljandi áhrif norðan heiða hvað sem síðar verður. Grímsvötn liggja nánast beint suður af Mývatni í einungis um 130 km fjarlægð þannig að óhagstæð vindátt gæti valdið öskufoki. Ástand slóða og vega var skoðað í norðan kulda og bleytu 18. til 20. maí. Eðlilega voru því götur forugar og efst á Ljótsstöðum í Laxárdal ófærar, rétt norðan við Varastaðahólmann. Engin ástæða er til að ætla að vegir verði ekki orðnir akfærir fyrir opnun árinnar en margir af þessum slóðum verða aldrei annað en jeppa- eða jepplingaslóðar. Allt stefnir í að bílastæðið á Hofstöðum verði orðið þurrt fyrir opnunina og vel brúklegt. Flottur urriði úr Laxárdalnum Í fyrra voru skilti á veiðistöðum endurnýjuð þar sem þörf var á, en að sögn árnefndarmanna þyrfti að setja skilti við Geirastaðaafleggjarann í Mývatnssveitinni. Í sveitinni var mikið lagt í endurnýjun veiðistaðaskilta í fyrrasumar. Þar sem áin getur ruðst uppá bakka á vetrum í klakahlaupum í landi Þverár í Laxárdal eru veiðistaðaskiltin tekin upp á haustin og sett upp á vorin og er það Áskell Jónasson á Þverá sem sér um þá framkvæmd með sóma. Veiðihúsið á Rauðhólum er klárt en Áskell á Þverá hefur unnið að lagfæringum innandyra í vetur. Aðalframkvæmdin var að pússa upp gólfið í salnum og lakka. Í sumar verður skoðað frekar hvort tími er kominn á að bera á klæðninguna og mála glugga. Helsta vinna árnefndar þetta vorið var að mála veiðiheimilið Hof. Vinna hófst dagana 7. og 8. maí en stefnt var að því að taka þrjár helgar í verkið. Sökum veðurspár í síðustu viku var þeirri vinnu flýtt og hún kláruð dagana 14-17 maí síðastliðinn. Þess má geta að sífellt er unnið að því að bæta skráningu á svæðinu. Því hefur verið ákveðið að tvær veiðibækur verði í Laxárdal, ein fyrir sinn hvorn bakkann. Einnig verður færslum í veiðibók skipt frekar níður í Mývatnssveit. Þá hefur SVFR látið útbúa handhægar bækur sem veiðimenn geta haft í vasa sér. Slíkt er hentugt til að hripa niður veiðistaðanúmer, lengd fiska og agn jafn óðum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit opna næstu helgi. Árnefndin hefur staðið í stórræðum og væntingar veiðimanna miklar fyrir sumarið.Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd þá hóf hún vorstörf í Laxárdal og Mývatnssveit 28. apríl sl. Þegar þetta er ritað er þeim enn ekki alveg lokið. Allt verður þó klárt fyrir opnun 29. maí. Stóra verkefnið þetta vorið var að mála veiðihúsið Hof í Mývatnssveit. Þess vegna var afráðið að fjölga í árnefndinni í 14 manns til að tryggja að verkefnið kláraðist fyrir opnun. Ekki náðu þó allir í árnefndinni að taka þátt í vorverkunum. Það voraði snemma í Mývatnssveitinni og Laxárdalnum og útlit mjög gott lengi fram eftir maímánuði en síðan tók við strangur kuldakafli sem enn sér ekki fyrir endann á. Þá verður að minnast á eldgosið í Grímsvötnum sem hófst 21. maí þó enn hafi það ekki haft teljandi áhrif norðan heiða hvað sem síðar verður. Grímsvötn liggja nánast beint suður af Mývatni í einungis um 130 km fjarlægð þannig að óhagstæð vindátt gæti valdið öskufoki. Ástand slóða og vega var skoðað í norðan kulda og bleytu 18. til 20. maí. Eðlilega voru því götur forugar og efst á Ljótsstöðum í Laxárdal ófærar, rétt norðan við Varastaðahólmann. Engin ástæða er til að ætla að vegir verði ekki orðnir akfærir fyrir opnun árinnar en margir af þessum slóðum verða aldrei annað en jeppa- eða jepplingaslóðar. Allt stefnir í að bílastæðið á Hofstöðum verði orðið þurrt fyrir opnunina og vel brúklegt. Flottur urriði úr Laxárdalnum Í fyrra voru skilti á veiðistöðum endurnýjuð þar sem þörf var á, en að sögn árnefndarmanna þyrfti að setja skilti við Geirastaðaafleggjarann í Mývatnssveitinni. Í sveitinni var mikið lagt í endurnýjun veiðistaðaskilta í fyrrasumar. Þar sem áin getur ruðst uppá bakka á vetrum í klakahlaupum í landi Þverár í Laxárdal eru veiðistaðaskiltin tekin upp á haustin og sett upp á vorin og er það Áskell Jónasson á Þverá sem sér um þá framkvæmd með sóma. Veiðihúsið á Rauðhólum er klárt en Áskell á Þverá hefur unnið að lagfæringum innandyra í vetur. Aðalframkvæmdin var að pússa upp gólfið í salnum og lakka. Í sumar verður skoðað frekar hvort tími er kominn á að bera á klæðninguna og mála glugga. Helsta vinna árnefndar þetta vorið var að mála veiðiheimilið Hof. Vinna hófst dagana 7. og 8. maí en stefnt var að því að taka þrjár helgar í verkið. Sökum veðurspár í síðustu viku var þeirri vinnu flýtt og hún kláruð dagana 14-17 maí síðastliðinn. Þess má geta að sífellt er unnið að því að bæta skráningu á svæðinu. Því hefur verið ákveðið að tvær veiðibækur verði í Laxárdal, ein fyrir sinn hvorn bakkann. Einnig verður færslum í veiðibók skipt frekar níður í Mývatnssveit. Þá hefur SVFR látið útbúa handhægar bækur sem veiðimenn geta haft í vasa sér. Slíkt er hentugt til að hripa niður veiðistaðanúmer, lengd fiska og agn jafn óðum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði