Sebastain Vettel á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn sem verður á sunnudaginn. Fyrsta og önnur æfing fer fram á fimmtudögum samkvæmt hefð i Mónakó, ekki á föstudögum eins og í öðrum mótum. Vettel var 0.113 sekúndum á undan Fernando Alonso á Ferrari æfingunni, en Nico Rosberg 'a Mercedes varð þriðji.
Samkvæmt frétt á autosport.com náðu fljótustu ökumennirnir bestu tímum sínum undir lok æfingarinnar. Mark Webber sem vann mótið í Mónakó í fyrra lenti í ógöngum á æfingunni. Vandamál í gírkassa á Red Bull bíl hans þýddi að hann ók aðeins þrjá innstillingarhringi og var ekki skráður með aksturstíma.
Tveir ökumenn óku utan í vegrið, Tonio Liuzzi á Hispania bíl og Michael Schumacher sem snerist utan í vegrið. Engin töf varð á æfingunni vegna atvikanna.
Tímarnir í dag
1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m16.619s 25
2. Fernando Alonso Ferrari 1m16.732s + 0.113 24
3. Nico Rosberg Mercedes 1m17.139s + 0.520 20
4. Felipe Massa Ferrari 1m17.316s + 0.697 24
5. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m17.350s + 0.731 23
6. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m17.534s + 0.915 24
7. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m18.527s + 1.908 30
8. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m18.578s + 1.959 24
9. Vitaly Petrov Renault 1m18.733s + 2.114 16
10. Michael Schumacher Mercedes 1m18.805s + 2.186 14
11. Nick Heidfeld Renault 1m18.928s + 2.309 19
12. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m19.234s + 2.615 24
13. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m19.395s + 2.776 24
14. Daniel Ricciardo Toro Rosso-Ferrari 1m19.463s + 2.844 25
15. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m19.768s + 3.149 25
16. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m19.792s + 3.173 26
17. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m20.083s + 3.464 23
18. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m21.116s + 4.497 27
19. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m21.548s + 4.929 32
20. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m21.758s + 5.139 31
21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m21.815s + 5.196 17
22. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m22.840s + 6.221 13
23. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m23.885s + 7.266 37
24. Mark Webber Red Bull-Renault engin tími 3
