Engar afbókanir erlendra veiðimanna Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2011 14:37 Þrátt fyrir að Ísland sé í öllum miðlum heimsins út af eldgosinu í Grímsvötnum virðast þeir erlendu veiðimenn sem hér eiga veiðileyfi í sumar pollrólegir yfir ástandinu. Upplýsingagjöfin í kringum þetta gos er mikið betri og skilvirkari þar sem reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli er klárlega að skila sér. Menn eru meðvitaðir um að gosið stendur líklega yfir í stuttann tíma og eru því ekki að hugsa um að afbóka ferðir sínar til Íslands. Veiðivísir hafði samband við stærstu veiðileyfasala landsins, Lax-á og SVFR, og eru starfsmenn þeirra almennt sammála um að erlendir veiðimenn séu mikið rólegri núna en í fyrra. Engar afbókanir en auðvitað með hliðsjón af fréttaflutningi síðustu tvo daga er mikið af fyrirspurnum. Samkvæmt því sem jarðfræðingar segja þá búast þeir ekki við löngu gjóskugosi því þegar kvikan er kominn í gegnum vatnið í Grímsvötnum, tekur hraun að flæða og öskufallið ætti að vera úr sögunni, nema þá á jöklinum sjálfum. Stangveiði Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði
Þrátt fyrir að Ísland sé í öllum miðlum heimsins út af eldgosinu í Grímsvötnum virðast þeir erlendu veiðimenn sem hér eiga veiðileyfi í sumar pollrólegir yfir ástandinu. Upplýsingagjöfin í kringum þetta gos er mikið betri og skilvirkari þar sem reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli er klárlega að skila sér. Menn eru meðvitaðir um að gosið stendur líklega yfir í stuttann tíma og eru því ekki að hugsa um að afbóka ferðir sínar til Íslands. Veiðivísir hafði samband við stærstu veiðileyfasala landsins, Lax-á og SVFR, og eru starfsmenn þeirra almennt sammála um að erlendir veiðimenn séu mikið rólegri núna en í fyrra. Engar afbókanir en auðvitað með hliðsjón af fréttaflutningi síðustu tvo daga er mikið af fyrirspurnum. Samkvæmt því sem jarðfræðingar segja þá búast þeir ekki við löngu gjóskugosi því þegar kvikan er kominn í gegnum vatnið í Grímsvötnum, tekur hraun að flæða og öskufallið ætti að vera úr sögunni, nema þá á jöklinum sjálfum.
Stangveiði Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði