Eldgosið í rénun 24. maí 2011 12:00 Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Mynd/Visir.is Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar. Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Í gærkvöldi voru um þúsund tonn að koma upp og hefur því dregið umtalsvert úr gosefnaframleiðslu. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Gosórói hefur hins vegar haldist svipaður. Engir djúpir skjálftar né eldingar hafa mælst við gosstöðvarnar síðan um miðjan dag í gær að sögn Veðurstofunnar. Gosmökkurinn er nú um þrír til fimm kílómetrar að hæð en var átta til tíu á sama tíma í gær. Stíf norðanátt er á svæðinu sem feykir öskunni til suðurs og veldur miklu öskufjúki á svæðinu. Það lægir hins vegar með kvöldinu. Gosið er sprengigos með mikilli gosösku. Ísinn í kring bráðnar og vatn í Grímsvötnum verður til þess að gosefnin tætast og þannig myndast þessi mikla aska. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir litlar líkur á því að gígurinn þorni á meðan á gosinu standi. „Það er nóg vatn í jöklinum og vatnsborðið í Grímsvötnum stýrir vatnsborðinu. Þegar að svona mikið gos er þá hleðst ekkert upp neinn gígur nema á jöklinum umhverfis og þá er nógur aðgangur vatns að gígnum og við höfum heldur engin dæmi um það hafi gerst í Grímsvötnum," segir Magnús Tumi. Hann segir því líklegt að svo lengi sem gos standi í Grímsvötnum verði það öskugos. „Við verðum að vera viðbúin við því og getum ekkert útilokað að það renni hraun en það er ekkert líklegt að það geri það meðan gosið er sæmilega öflugt," segir hann. Grímsvötn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar. Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Í gærkvöldi voru um þúsund tonn að koma upp og hefur því dregið umtalsvert úr gosefnaframleiðslu. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Gosórói hefur hins vegar haldist svipaður. Engir djúpir skjálftar né eldingar hafa mælst við gosstöðvarnar síðan um miðjan dag í gær að sögn Veðurstofunnar. Gosmökkurinn er nú um þrír til fimm kílómetrar að hæð en var átta til tíu á sama tíma í gær. Stíf norðanátt er á svæðinu sem feykir öskunni til suðurs og veldur miklu öskufjúki á svæðinu. Það lægir hins vegar með kvöldinu. Gosið er sprengigos með mikilli gosösku. Ísinn í kring bráðnar og vatn í Grímsvötnum verður til þess að gosefnin tætast og þannig myndast þessi mikla aska. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir litlar líkur á því að gígurinn þorni á meðan á gosinu standi. „Það er nóg vatn í jöklinum og vatnsborðið í Grímsvötnum stýrir vatnsborðinu. Þegar að svona mikið gos er þá hleðst ekkert upp neinn gígur nema á jöklinum umhverfis og þá er nógur aðgangur vatns að gígnum og við höfum heldur engin dæmi um það hafi gerst í Grímsvötnum," segir Magnús Tumi. Hann segir því líklegt að svo lengi sem gos standi í Grímsvötnum verði það öskugos. „Við verðum að vera viðbúin við því og getum ekkert útilokað að það renni hraun en það er ekkert líklegt að það geri það meðan gosið er sæmilega öflugt," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira