Handbolti

Strákarnir unnu kvennalandsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Ole Nielsen
U-17 landslið karla vann í kvöld sigur á A-landsliði kvenna, 29-24, í æfingaleik í Vodafone-höllinni.

Kvennalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir leiki gegn Úkraínu í undankeppni HM sem fer fram í Brasilíu í desember á þessu ári.

Tyrkneska landsliðið var á leið til landsins í gær en komst ekki vegna eldgossins í Grímsvötnum. Því var gripið á það ráð að stilla upp æfingaleik gegn U-17 landsliði karla og mætast þau aftur á miðvikudagskvöldið.

Strákarnir unnu fimm marka sigur sem fyrr segir en staðan í hálfleik var 13-12, þeim í vil.

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var markahæst A-liðs kvenna með sex mörk en hjá U-17 liði karla var Daði Laxdal Gautason markahæstur með fimm mörk.

A-kvenna - U-17 karla 24-29 (12-13)Mörk A-kvenna: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Ásta Gunnarsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Brynja Magnúsdóttir 2, Karen Knútsdóttir 1, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Rakel Bragadóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 9, Guðný Jenný Ásmundsdóttir 5.

Mörk U-17 karla: Daði Laxdal Gautason 5, Bjarni Guðmundsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Stefán Darri Þórsson 4, Böðvar Páll Ásgeirsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Arnar Freyr Dagbjartsson 2, Gunnar Malmquist 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Ármann Ari Árnason 1.

Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×