Það virðist vera árlegt slúður að orða markvörðinn Gianluigi Buffon við hin og þessi félög út um alla Evrópu. Engu að síður heldur hann alltaf áfram hjá Juve og það er ekkert að breytast núna.
Hann hefur verið sterklega orðaður við Roma en umboðsmaður Buffon hefur nú gefið enn og aftur út að Buffon fari hvergi.
Buffon hefur verið hjá Juve síðan 2001 og verið valinn markvörður ársins átta sinnum í heimalandinu.
Buffon verður áfram hjá Juventus
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
