Íslandsmeistarar Vals voru í miklum ham á móti Þór/KA í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þær unnu leikinn 6-1 og skoruðu tveimur fleiri mörk í kvöld en í fyrstu þremur umferðunum. Með sigrinum komust Valskonur upp fyrir Stjörnuna og í annað sæti deildarinnar en nýliðar ÍBV eru með tveggja stiga forskot á toppnum.
Hallbera Guðný Gísladóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu báðar tvö mörk í kvöld en hin mörk Valsliðsins skoruðu þær Caitlin Miskel og Rakel Logadóttir. Mateja Zver minnkaði muninn fyrir Þór/KA.
Valskonur spiluðu frábærlega í kvöld og sýndu að þær eru búnar að hrista af sér slenið eftir rólega byrjun í deildinni. Þór/KA-liðið tapaði hinsvegar öðru sinni stórt í sumar en ÍBV vann þær 5-0 fyrir norðan í fyrstu umferðinni.
Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði fyrsta markið með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu utan af kanti á 33. mínútu.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað markið á 38. mínútu með skoti utan úr teig eftir að boltinn barst til hennar eftir mikla pressu að marki Þór/KA.
Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði þriðja markið beint úr aukaspyrnu af um 30 metra færi á 41. mínútu og höfðu Valskonur þar með skorað þrjú mörk á átta mínútna kafla.
Mateja Zver minnkaði muninn á 57. mínútu með þrumuskoti af löngu færi en Caitlin Miskel kom Val í 4-1 á 63. mínútu eftir að Þórsliðinu mistókst að hreinsa frá fyrirgjöf Thelmu Bjarkar Einarsdóttur.
Dagný skoraði sitt annað mark á 73. mínútu og kórónaði þar frábæran leik sinn. Rakel Logadóttir innsiglaði síðan sigurinn eftir flottan undirbúning Caitlin Miskel.
Hallbera og Dagný báðar með tvennu í 6-1 sigri Vals á Þór/KA
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
