Kovalainen telur mótið í Kanda einn af hápunktum keppnistímabilsins 7. júní 2011 17:07 Heikki Kovalainen á mótssvæðinu í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Heikki Kovalainen hjá Lotus liðinu telur að Formúlu 1 mótið í Kanada sé einn af hápunktum keppnistímabilsins, en keppt verður í Montreal um næstu helgi. Liðsfélagi hans Jarno Trulli segist alltaf hafa verið óheppinni á mótssvæðinu í Montreal. „Kanada er einn af hápunktum keppnistímabilsins og ég veit að það er tilhlökkun hjá öllum í liðinu. Það er ekki sama atið og í Mónakó þegar maður er ekki á brautinni, en borgin iðar öll þegar við erum á svæðinu. Það er stutt við bakið á mótshaldinu alls staðar í borginni og stemmningin því mögnuð", sagði Kovalainen í fréttatilkynningu frá Lotus. „Brautin er gott viðfangsefni. Reynir mikið á bremsur og maður verður að vera nákvæmur á bremsuköflunum til að ná góðum hring. Það er líka atriði að nota kantana eins mikið og hægt er til að vinna sér inn tíma. Það er atriði á æfingum að stilla bílnum upp fyrir þennan þátt." Kovalainen sagði að hann hefði ekki getað náð út úr bílnum því sem til staðar í honum í Mónakó, en hann telur liðið hafa meiri upplýsingar eftir mótið til að hámarka möguleikanna í Kanada. Liðsfélagi hans Jarno Trulli kvaðst hafa notið sín í Mónakó og telur liðið á réttri leið. „Ég elska Kanada og sérstaklega Montreal. Brautin er frábær, reynir á og heimamenn taka vel á móti okkur og borgin er góð blanda af Evrópu og Norður Ameríku. Mótið sjálft hefur allt reynst mér þrautin þyngri. Ég hef alltaf verið óheppinn, en ég komst ekki í mark í fyrra og þessu vil ég breyta í ár." Trulli segir mikilvægt að gera ekki mistök, þar sem veggir afmarka brautina og hann telur brautina eina þá erfiðustu sem keppt er á. „Það verður áhugavert að sjá hvernig menn útfæra noktun á dekkjunum um helgina og ég held að þetta verði góð keppni, vonandi fyrir okkur líka!", sagði Trulli. Formúla Íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Heikki Kovalainen hjá Lotus liðinu telur að Formúlu 1 mótið í Kanada sé einn af hápunktum keppnistímabilsins, en keppt verður í Montreal um næstu helgi. Liðsfélagi hans Jarno Trulli segist alltaf hafa verið óheppinni á mótssvæðinu í Montreal. „Kanada er einn af hápunktum keppnistímabilsins og ég veit að það er tilhlökkun hjá öllum í liðinu. Það er ekki sama atið og í Mónakó þegar maður er ekki á brautinni, en borgin iðar öll þegar við erum á svæðinu. Það er stutt við bakið á mótshaldinu alls staðar í borginni og stemmningin því mögnuð", sagði Kovalainen í fréttatilkynningu frá Lotus. „Brautin er gott viðfangsefni. Reynir mikið á bremsur og maður verður að vera nákvæmur á bremsuköflunum til að ná góðum hring. Það er líka atriði að nota kantana eins mikið og hægt er til að vinna sér inn tíma. Það er atriði á æfingum að stilla bílnum upp fyrir þennan þátt." Kovalainen sagði að hann hefði ekki getað náð út úr bílnum því sem til staðar í honum í Mónakó, en hann telur liðið hafa meiri upplýsingar eftir mótið til að hámarka möguleikanna í Kanada. Liðsfélagi hans Jarno Trulli kvaðst hafa notið sín í Mónakó og telur liðið á réttri leið. „Ég elska Kanada og sérstaklega Montreal. Brautin er frábær, reynir á og heimamenn taka vel á móti okkur og borgin er góð blanda af Evrópu og Norður Ameríku. Mótið sjálft hefur allt reynst mér þrautin þyngri. Ég hef alltaf verið óheppinn, en ég komst ekki í mark í fyrra og þessu vil ég breyta í ár." Trulli segir mikilvægt að gera ekki mistök, þar sem veggir afmarka brautina og hann telur brautina eina þá erfiðustu sem keppt er á. „Það verður áhugavert að sjá hvernig menn útfæra noktun á dekkjunum um helgina og ég held að þetta verði góð keppni, vonandi fyrir okkur líka!", sagði Trulli.
Formúla Íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira