Læknar ákveða hvort Perez fær að keppa 6. júní 2011 14:41 Sergio Perez ekur með Sauber. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu keppti ekki í Mónakó á dögunum, eftir að hann hlaut heilahristing eftir óhapp í tímatökum. Læknar FIA, alþjóða bílasambandsins munu ákveða í vikunni eftir læknisskoðun hvort Perez fær leyfi til að keppa. Liðsfélagi Perez, Kamui Kobayashi varð í fimmta sæti í mótinu í Mónakó. „Mér líður mjög vel og er hraustur. Auðvitað vill ég keppa í Montreal, en veit að læknar FIA munu taka ákvörðun um slíkt", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez fer í læknisskoðun hjá læknum FIA fyrir mótshelgina. Perez átti að fara í ökuhermi hjá Ferrari til að kynnast brautinni í Montreal, en Sauber liðið notar Ferrari vél. Vegna óhappsins gafst Perez ekki færi á slíkri prófun. „Þetta er ekki í fyrsta brautin sem ég þekki ekki, en það hafa aldrei verið vandræði fyrir mig að aðlagast. Það var mjög erfitt að horfa bara á mótið í Mónakó í sjónvarpinu og ég get ekki beðið eftir því að keppa á ný", sagði Perez. Kobayashi segir að lið sitt hafi átt í vandræðum með bílinn í fyrra í Montreal, en hann telur bíl þessa árs mun betri. Hann var um tíma í fjórða sæti í mótinu í Mónakó á dögunum, en Mark Webber komst framúr honum á lokasprettinum. Kobayashi kann vel við sig í Montreal, bæði mótssvæðið og borgina. „Ég gerði stór mistök í fyrsta hring í fyrra, eftir að hafa farið framúr nokkrum bílum. En ég rakst síðan á bíl og hef séð eftir því í langan tíma", sagði Kobayashi. „Ég hef trú á því að með nýjum búnaði á þessu ári þá verði fleiri tækifæri til framúraksturs. Yfirlag brautarinnar er sérstakt og sleipt og vonandi finnum við grip. Það er mikilvægt að bremsukerfið virki vel, því átökin eru mikil. Ég vona að Sergio verði í bílnunm á ný og að við náum báðir í stig", sagði Kobayashi. Þegar grunnurinn að liðinu sem Peter Sauber stýrir í dag hét BMW Sauber árið 2008 vann liðið sigur í Montreal með hjálp Robert Kubica og Nick Heidfeld varð í öðru sæti. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu keppti ekki í Mónakó á dögunum, eftir að hann hlaut heilahristing eftir óhapp í tímatökum. Læknar FIA, alþjóða bílasambandsins munu ákveða í vikunni eftir læknisskoðun hvort Perez fær leyfi til að keppa. Liðsfélagi Perez, Kamui Kobayashi varð í fimmta sæti í mótinu í Mónakó. „Mér líður mjög vel og er hraustur. Auðvitað vill ég keppa í Montreal, en veit að læknar FIA munu taka ákvörðun um slíkt", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez fer í læknisskoðun hjá læknum FIA fyrir mótshelgina. Perez átti að fara í ökuhermi hjá Ferrari til að kynnast brautinni í Montreal, en Sauber liðið notar Ferrari vél. Vegna óhappsins gafst Perez ekki færi á slíkri prófun. „Þetta er ekki í fyrsta brautin sem ég þekki ekki, en það hafa aldrei verið vandræði fyrir mig að aðlagast. Það var mjög erfitt að horfa bara á mótið í Mónakó í sjónvarpinu og ég get ekki beðið eftir því að keppa á ný", sagði Perez. Kobayashi segir að lið sitt hafi átt í vandræðum með bílinn í fyrra í Montreal, en hann telur bíl þessa árs mun betri. Hann var um tíma í fjórða sæti í mótinu í Mónakó á dögunum, en Mark Webber komst framúr honum á lokasprettinum. Kobayashi kann vel við sig í Montreal, bæði mótssvæðið og borgina. „Ég gerði stór mistök í fyrsta hring í fyrra, eftir að hafa farið framúr nokkrum bílum. En ég rakst síðan á bíl og hef séð eftir því í langan tíma", sagði Kobayashi. „Ég hef trú á því að með nýjum búnaði á þessu ári þá verði fleiri tækifæri til framúraksturs. Yfirlag brautarinnar er sérstakt og sleipt og vonandi finnum við grip. Það er mikilvægt að bremsukerfið virki vel, því átökin eru mikil. Ég vona að Sergio verði í bílnunm á ný og að við náum báðir í stig", sagði Kobayashi. Þegar grunnurinn að liðinu sem Peter Sauber stýrir í dag hét BMW Sauber árið 2008 vann liðið sigur í Montreal með hjálp Robert Kubica og Nick Heidfeld varð í öðru sæti.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira