Vandræðagemsinn Plaxico Burress sleppur úr steininum í dag en hann hefur mátt dúsa þar síðustu 20 mánuði fyrir að skjóta af byssu á næturklúbbi í New York.
Burress er að verða 34 ára gamall og stefnir á að spila í NFL-deildinni í vetur. Það er að segja ef spilað verður í deildinni yfir höfuð en ekki er enn útséð með það.
Burress var ein af stjörnum NFL-deildarinnar og tryggði NY Giants sigur í Super Bowl árið 2008.
Burress sleppur úr steininum í dag
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti