Búið að afskrifa meira en 30 milljarða á tveimur vikum Símon Birgisson skrifar 2. júní 2011 19:00 Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Eignarhaldsfélögin fjögur heita Hnokki, Hvannborg, Skarfhóll og Yfir heiðar ehf og voru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og Fl Group. Glitnir hafði lánað Stím 19,5 milljarða til kaupa á hlutabréfum í Fl Group og Glitni, þar sem einu veðin voru hlutabréfin sjálf. Eftir breytingar á eignarhaldi Stíms, þar sem eignarhluti útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, minnkaði voru eignarhlutafélögin fjögur stofnuð til að kaupa upp eignir Stíms. Nú er skiptum á þrotabúum félaganna lokið. Hvert félag skuldar um 4,5 milljarða króna og ekki fæst króna upp í skuldirnar. Samtals um 18 milljarða króna enda einu eignirnar - bréfin í Glitni og Fl Group, orðin verðlaus eftir hrun. En þetta eru ekki einu milljarðarnir sem Glitnir þarf að afskrifa í þessum mánuði. Í síðustu viku lauk skiptum á búi eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf, sem var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords en tilgangur félagsins var að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Samtals þarf að afskrifa fimmtán milljarða króna af skuldum félagsins en stærsti kröfuhafinn var skilanefnd Glitnis. Sólin skín því ekki lengur á hin fjölmörgu eignarlausu eignarhaldsfélög hrunsins. Aðeins í þessum mánuði nema afskriftir þessara félaga um 35 milljörðum króna, eitt stykki tónlistarhús Harpa. Stím málið Tengdar fréttir Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Eignarhaldsfélögin fjögur heita Hnokki, Hvannborg, Skarfhóll og Yfir heiðar ehf og voru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og Fl Group. Glitnir hafði lánað Stím 19,5 milljarða til kaupa á hlutabréfum í Fl Group og Glitni, þar sem einu veðin voru hlutabréfin sjálf. Eftir breytingar á eignarhaldi Stíms, þar sem eignarhluti útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, minnkaði voru eignarhlutafélögin fjögur stofnuð til að kaupa upp eignir Stíms. Nú er skiptum á þrotabúum félaganna lokið. Hvert félag skuldar um 4,5 milljarða króna og ekki fæst króna upp í skuldirnar. Samtals um 18 milljarða króna enda einu eignirnar - bréfin í Glitni og Fl Group, orðin verðlaus eftir hrun. En þetta eru ekki einu milljarðarnir sem Glitnir þarf að afskrifa í þessum mánuði. Í síðustu viku lauk skiptum á búi eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf, sem var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords en tilgangur félagsins var að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Samtals þarf að afskrifa fimmtán milljarða króna af skuldum félagsins en stærsti kröfuhafinn var skilanefnd Glitnis. Sólin skín því ekki lengur á hin fjölmörgu eignarlausu eignarhaldsfélög hrunsins. Aðeins í þessum mánuði nema afskriftir þessara félaga um 35 milljörðum króna, eitt stykki tónlistarhús Harpa.
Stím málið Tengdar fréttir Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22