Wilson Palacios segir að viðræður séu komnar langt á veg á milli Tottenham og Napoli um kaup síðarnefnda félagsins á sér.
Palacios kom til Tottenham fyrir tveimur árum síðan fyrir tólf milljónir punda en talið er að Napoli hafi boðið tíu milljónir í kappann.
„Næstu dagar munu hafa mikið að segja um mína framtíð,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum þar sem hann er að undirbúa sig fyrir Gold Cup-mótið með landsliði Hondúras.
„Viðræður eru langt komar en ég er að bíða eftir fréttum frá London.“
Ólíklegt þykir að Tottenham sé reiðubúið að selja Palacios á minna verði en það keypti hann á fyrir tveimur árum.
Palacios á leið til Ítalíu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
