ÍBV og Fylkir komust í dag í 8-liða úrslit í Valitorbikar kvenna í knattspyrnu. ÍBV sigraði Völsung í Eyjum 4-0 en Fylkir gerði góða ferð norður á Akureyri og sigraði Þór/KA 1-0.
Eyjakonur mættu Völsungi sem spilar í 1. deild. Heimaliðið hafði töluverða yfirburði í leiknum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir ÍBV, Hlíf Hauksdóttir eitt og Danka Podovac eitt
Auður ósk Hlynsdóttir stóð vaktina í marki ÍBV og hélt hreinu líkt og kollegi hennar Birna Berg Haraldsdóttir hefur gert í fyrstu fimm umferðum Íslandsmótsins.
Öllu meiri spenna var norðan heiða þar sem. úrvalsdeildarlið Fylkis sótti Þór/KA heim. Fylkiskonur sigruðu heimamenn með einu marki gegn engu. Anna Björg Björnsdóttir skoraði eina mark leiksins.
ÍBV og Fylkir áfram í Valitorbikarnum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti


Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Fleiri fréttir
