Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods 16. júní 2011 15:30 Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. AP Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira