Tölvuþrjótar ráðast á heimasíðu EVE Online 14. júní 2011 17:51 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS. Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS.
Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira