Serena Williams sneri aftur á tennisvöllinn í dag eftir 12 mánaða fjarveru frá íþróttinni. Hún sigraði hina búlgörsku Tsvetana Pironkova í þremur settum í Eastbourne mótinu á Englandi í dag.
Serena hefur ekki spilað mótsleik síðan hún sigraði á Wimbledon-mótinu síðasta sumar. Hún varð fyrir því óláni að stíga á glerbrot á veitingahúsi síðastliðið sumar. Hún skar sig illa á fæti, svo illa að hún þurfti tvisvar að gangast undir uppskurð á fætinum.
Serena, sem unnið hefur 13 risamót á ferlinum, lenti í miklu basli í leiknum í dag. Hún lenti 5-0 undir í fyrsta setti sem hún tapaði 6-1. Reynsla hennar kom sér þó vel því hún vann sig smátt og smátt inn í leikinn og sigraði að lokum 1-6, 6-3 og 6-4. Venus Williams, eldri systir Serenu, vann einnig sinn leik í 1. umferð í gær.
Eastbourne mótið fer fram á grasi líkt og Wimbledon mótið sem hefst næstkomandi mánudag.
Sigur hjá Serenu eftir árs fjarveru
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn



„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn