Massimo Moratti forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter er ekki sáttur við ummæli Wesley Sneijder. Hollenski miðjumaðurinn sagði aðeins æðri máttarvöld vita hvar framtíð hans lægi. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United að undanförnu.
„Ég elska Inter af öllu hjarta en aðeins guð veit hvar framtíð mín liggur, sagði Sneijder samkvæmt Sky fréttastofunni.“
Moratti sagði við fréttamenn fyrir utan skrifstofur Inter að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með ummæli Sneijder.
Ummæli hans hafa virkað sem olía á eld sögusagna þess efnis að Sneidjer gangi til liðs við Chelsea eða Manchester United í sumar.
Moratti segist ennfremur standa þétt við bakið á þjálfara Inter, Brasilíumanninum Leonardo. Inter hefur verið orðað við argentínska þjálfarann Marcelo Bielsa.
„Við höfum ekki haft samband við Bielsa, ég þræti fyrir það. Leonardo er frábær þjálfari,“ sagði Moratti við fréttamenn.
Moratti ósáttur við ummæli Sneijder
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn


