Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða 27. júní 2011 13:23 Starfsmenn Red Bull eftir að hafa náð fyrsta og öðru sæti í mótinu í Valencia í gær. Mynd: Getty Images/Clive Rose/Red Bull Racing Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. „Hann einbeitir sér að því að sigra. Í Montreal tók hann á öllu sem hann átti í síðasta hring af því hann vidi vera á undan á svæði sem gaf möguleika á framúrakstri. En það gekk ekki upp þar. En hugur hans vill 25 stig", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel er með 186 stig í stigakeppni ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull og Jenson Button hjá McLaren 109 hvor. Fyrir sigur fást 25 stig og staða Vettel er mjög sterk. Jafnvel þó Vettel félli úr leik í næstu þremur mótum og fengi engin stig, þá yrði hann enn efstur að stigum, þó að annaðhvort Webber eða Button ynnu þrjá sigra í röð og fengju þannig 75 stig til viðbótar. Vettel yrði samt með tveggja stiga forskot. Ellefu mót eru enn eftir í Formúlu 1 á árinu. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða með 295 stig, McLaren er með 206 og Ferrari 129. „Við munum einbeita okkur að móti frá móti, að hámarka árangur okkar um hverja mótshelgi. Um helgina vorum við þremur stigum frá því að ná hámarksárangri og náðum báðum bílum í verðlaunasæti", sagði Horner. Horner sagði Vettel og Red Bull liðið hafa komið sér í sterka stöðu, en að mikið væri eftir af keppnistímabilinu. „Við höfum nýtt möguleika okkar til þessa og það er gefandi fyrir liðið", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. „Hann einbeitir sér að því að sigra. Í Montreal tók hann á öllu sem hann átti í síðasta hring af því hann vidi vera á undan á svæði sem gaf möguleika á framúrakstri. En það gekk ekki upp þar. En hugur hans vill 25 stig", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel er með 186 stig í stigakeppni ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull og Jenson Button hjá McLaren 109 hvor. Fyrir sigur fást 25 stig og staða Vettel er mjög sterk. Jafnvel þó Vettel félli úr leik í næstu þremur mótum og fengi engin stig, þá yrði hann enn efstur að stigum, þó að annaðhvort Webber eða Button ynnu þrjá sigra í röð og fengju þannig 75 stig til viðbótar. Vettel yrði samt með tveggja stiga forskot. Ellefu mót eru enn eftir í Formúlu 1 á árinu. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða með 295 stig, McLaren er með 206 og Ferrari 129. „Við munum einbeita okkur að móti frá móti, að hámarka árangur okkar um hverja mótshelgi. Um helgina vorum við þremur stigum frá því að ná hámarksárangri og náðum báðum bílum í verðlaunasæti", sagði Horner. Horner sagði Vettel og Red Bull liðið hafa komið sér í sterka stöðu, en að mikið væri eftir af keppnistímabilinu. „Við höfum nýtt möguleika okkar til þessa og það er gefandi fyrir liðið", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira