Schumacher telur mótið í Valencia áhugavert fyrir ökumenn og áhorfendur 22. júní 2011 16:04 Michael Schumacher í Montreal í Kanada á dögunum. AP mynd: Darron Cummings Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Schumacher átti góða spretti í síðustu keppni sem var í Montreal í Kanada og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en tókst þó ekki að krækja í verðlaun en varð í fjórða sæti í mótinu. „Eftir hvetjandi helgi í Kanada er gott að vera kominn aftur til Evrópu á ný, þar sem sumar tímabilið hefst. Valencia setur á svið eitt óvenjulegasta mótið á mótaskránni á götubraut, sem er að mínu mati áhugaverð fyrir ökumenn og áhorfendur", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Ég naut mín hér í fyrra á braut sem er hröð og flæðandi, ef miðað er við að þetta er götubraut. Ég hlakka til að keppa þar. Auðvitað vonumst við til að geta gert góða hluti og sýnt styrkleika og reynslu, áður en við förum á heimavelli okkar í Englandi og Þýskalandi." Landi Schumachers frá Þýskalandi, Rosberg segir einbeitingu mikilvæga í Valencia. „Brautin er blanda alvöru brautar og götubrautar, þannig að veggirnir eru nálægy bílunum og maður verður að einbeita sér í öllum 25 beygjunum. Ég nýt þess að keyra þar og þetta er stórt mót í nokkuð svalri borg", sagði Rosberg sem hitti samstarfsmenn sína í bækistöð Mercedes Formúu 1 liðsins í Englandi í síðustu viku. „Við vinnum að því að ná betri árangri í Valencia en í Kanada og ég er nokkuð bjartsýnn á að við getum látið það gerast", sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Schumacher átti góða spretti í síðustu keppni sem var í Montreal í Kanada og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en tókst þó ekki að krækja í verðlaun en varð í fjórða sæti í mótinu. „Eftir hvetjandi helgi í Kanada er gott að vera kominn aftur til Evrópu á ný, þar sem sumar tímabilið hefst. Valencia setur á svið eitt óvenjulegasta mótið á mótaskránni á götubraut, sem er að mínu mati áhugaverð fyrir ökumenn og áhorfendur", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Ég naut mín hér í fyrra á braut sem er hröð og flæðandi, ef miðað er við að þetta er götubraut. Ég hlakka til að keppa þar. Auðvitað vonumst við til að geta gert góða hluti og sýnt styrkleika og reynslu, áður en við förum á heimavelli okkar í Englandi og Þýskalandi." Landi Schumachers frá Þýskalandi, Rosberg segir einbeitingu mikilvæga í Valencia. „Brautin er blanda alvöru brautar og götubrautar, þannig að veggirnir eru nálægy bílunum og maður verður að einbeita sér í öllum 25 beygjunum. Ég nýt þess að keyra þar og þetta er stórt mót í nokkuð svalri borg", sagði Rosberg sem hitti samstarfsmenn sína í bækistöð Mercedes Formúu 1 liðsins í Englandi í síðustu viku. „Við vinnum að því að ná betri árangri í Valencia en í Kanada og ég er nokkuð bjartsýnn á að við getum látið það gerast", sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira