Rory fékk fimm ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 14:30 Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. AFP Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Andrew Chandler umboðsmaður McIlroy segir að kylfingurinn muni leika á fleiri mótum á PGA mótaröðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Það verða ekki 15 mót á dagskrá hjá honum, það er of mikið,“ segir Chandler en hann er einnig umboðsmaður Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem eru báðir frá Suður-Afríku. Chandler hefur hitt á naglann hvað varðar viðskiptavini því Oosthuizen sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Schwartzel fékk græna jakkann í fyrsta sinn á ferlinum eftir sigurinn á Augusta vellinum í apríl. Oosthuizen og Schwartzel eru báðir á PGA mótaröðinni en McIlroy lék á 16 mótum á síðasta tímabili í Bandaríkjunum. Hann ákvað að því loknu að skila inn keppnisleyfi sínu og einbeita sér að Evrópumótaröðinni. Englendingurinn Lee Westwood er einnig með Chandler sem umboðsmann og Westwood tók sömu ákvörðun og McIlroy síðasta haust þegar hann skilaði inn keppnisleyfi sínu á PGA mótaröðinni. Westwood er því með Evrópumótaröðina í forgangi. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Andrew Chandler umboðsmaður McIlroy segir að kylfingurinn muni leika á fleiri mótum á PGA mótaröðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Það verða ekki 15 mót á dagskrá hjá honum, það er of mikið,“ segir Chandler en hann er einnig umboðsmaður Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem eru báðir frá Suður-Afríku. Chandler hefur hitt á naglann hvað varðar viðskiptavini því Oosthuizen sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Schwartzel fékk græna jakkann í fyrsta sinn á ferlinum eftir sigurinn á Augusta vellinum í apríl. Oosthuizen og Schwartzel eru báðir á PGA mótaröðinni en McIlroy lék á 16 mótum á síðasta tímabili í Bandaríkjunum. Hann ákvað að því loknu að skila inn keppnisleyfi sínu og einbeita sér að Evrópumótaröðinni. Englendingurinn Lee Westwood er einnig með Chandler sem umboðsmann og Westwood tók sömu ákvörðun og McIlroy síðasta haust þegar hann skilaði inn keppnisleyfi sínu á PGA mótaröðinni. Westwood er því með Evrópumótaröðina í forgangi.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira