Rory McIlroy græðir á tá og fingri Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 11:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er "heitur“ á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira