Fyrsti laxinn í Elliðaánum 20. júní 2011 10:20 Gunnlaugur með fyrsta laxinn úr Elliðaánum í sumar Mynd: www.visir.is Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Þar með er rofin sú hefð að borgarstjóri renni fyrstur manna fyrir lax í Elliðaánum við opnun þeirra á vorin. Þessi breyting á þeirri áralöngu hefð að borgarstjórinn opni ánna hefur mælst vel fyrir og spurning hvort hér sé komin á ný hefð? Laxinn tók en sleit eftir smá baráttu en tók svo aftur og náðist þá á land. Krókurinn frá fyrri tökunni var ennþá í kjaftinum á honum þegar honum var landað. Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði
Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Þar með er rofin sú hefð að borgarstjóri renni fyrstur manna fyrir lax í Elliðaánum við opnun þeirra á vorin. Þessi breyting á þeirri áralöngu hefð að borgarstjórinn opni ánna hefur mælst vel fyrir og spurning hvort hér sé komin á ný hefð? Laxinn tók en sleit eftir smá baráttu en tók svo aftur og náðist þá á land. Krókurinn frá fyrri tökunni var ennþá í kjaftinum á honum þegar honum var landað.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði