Þrír leikir fara fram í kvöld í Valitor bikarkeppni karla í fótbolta í 16-liða úrslitum. Pepsideildaliðin Þór og Víkingur úr Reykjavík eigast við á Þórsvelli á Akureyri og hefst sá leikur kl. 18.30. Tveir leikir hefjast kl. 19.15. Haukar, sem leika í 1. deild, taka á móti Keflvíkingum sem eru í efstu deild. Fjölnir og Hamar leika í Grafarvogi en Fjölnir er í næst efstu deild en Hamar úr Hveragerði leikur í 2. deild. Bein netútvarpslýsing verður frá leik Hauka og Keflavíkur á Boltavarpinu á visir.is.
Á morgun þriðjudag fara fram þrír leikir:
Valur – ÍBV (18.00), Grindavík – HK (19.15), Þróttur R. – Fram (19.15).
Á fimmtudaginn lýkur 16-liða úrslitunum með tveimur leikjum. Íslandsmeistaralið Breiðabliks sækir BÍ/Bolungarvík heim og stórleikur KR og FH fer fram í Frostaskjólinu og verður sá leikur sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
Leikið í 16-liða úrslitum Valitorbikarsins í kvöld
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
