Guðmundur og Ólafur í 4. sæti á EM - Ísland mætir Noregi í dag Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. júlí 2011 09:45 Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á EM í golfi og endaði í fjórða sæti í einstaklingskeppninni ásamt Ólafi B. Loftssyni. Mynd/GVA Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Scott Fernandez frá Spáni lék best allra í höggleiknum eða -9 (66-69), landi hans Adrian Otaeque varð annar á -7 (67-70) og Thomas Pieters frá Belgíu lék einnig á -7 (70-67). Axel Bóasson úr GK lék einnig undir pari í gær eða á 71 höggi, -1. Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari eða 72 höggum. Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Arnar Snær Hákonarson (GR) og Guðjón Henning Hilmarsson (GKG) léku allir á +4 eða 76 höggum. Liðinum 20 var raðað í þrjá riðla eftir skori eftir höggleikskeppnina. Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17-20 í C-riðli. Þær þjóðir sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum á Evrópumeistaramótinu.Lokastaðan eftir höggleikinn:A-riðill: 1. Spánn -24 2. Þýskaland -20 3. Frakkland -18 4. Finnland -12 5. Sviss -12 6. Írland -12 7. Skotland -12 8. Svíþjóð -12B-riðill 9. England -4 10. Ísland -2 11. Austurríki -1 12. Holland -1 13. Danmörk par 14. Ítalía +2 15. Noregur +7 16. Wales +10C-riðill 17. Portúgal +10 18. Belgía +17 19. Slóvakía +19 20. Rússland +61 Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Scott Fernandez frá Spáni lék best allra í höggleiknum eða -9 (66-69), landi hans Adrian Otaeque varð annar á -7 (67-70) og Thomas Pieters frá Belgíu lék einnig á -7 (70-67). Axel Bóasson úr GK lék einnig undir pari í gær eða á 71 höggi, -1. Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari eða 72 höggum. Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Arnar Snær Hákonarson (GR) og Guðjón Henning Hilmarsson (GKG) léku allir á +4 eða 76 höggum. Liðinum 20 var raðað í þrjá riðla eftir skori eftir höggleikskeppnina. Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17-20 í C-riðli. Þær þjóðir sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum á Evrópumeistaramótinu.Lokastaðan eftir höggleikinn:A-riðill: 1. Spánn -24 2. Þýskaland -20 3. Frakkland -18 4. Finnland -12 5. Sviss -12 6. Írland -12 7. Skotland -12 8. Svíþjóð -12B-riðill 9. England -4 10. Ísland -2 11. Austurríki -1 12. Holland -1 13. Danmörk par 14. Ítalía +2 15. Noregur +7 16. Wales +10C-riðill 17. Portúgal +10 18. Belgía +17 19. Slóvakía +19 20. Rússland +61
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira