„Þetta er alltaf jafnt svekkjandi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir ósigurinn í kvöld. Fram tapaði enn einum leiknum gegn Keflvíkingum, 1-0, í Keflavík í kvöld og er sem fyrr í næsta sæti með tvö stig.
„Við vorum mun betri aðilinn allan leikinn, en það telur ekki þegar þú færð á þig mark og skorar ekki. Það er erfiðasti hlutinn við knattspyrnuna að koma boltanum yfir þessa hvítu línu og það hefur sýnt sig hjá okkur í sumar, en einnig erum við að fá á okkur klaufalegt mark í leiknum í kvöld“.
