Evrópuleiðtogar æfir af reiði í garð Moody´s 6. júlí 2011 14:33 Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en eins og fram kom í fréttum í morgun lækkaði Moody´s lánshæfi Portúgals um fjóra flokka niður í Ba2 með neikvæðum horfum. Ástæðan var m.a. að Moody´s telur að Portúgal, eins og Grikkland, þurfi meiri neyðaraðstoð en landið hefur þegar fengið. José Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ESB segist harma ákvörðun Moody´s, einkum tímasetninguna og umfang lækkunarinnar á lánshæfinu. Barroso telur að ákvörðun Moody´s skapi meira öngþveiti en skýrleika á mörkuðum. Talsmaður Olli Rehn stækkunarstjóra ESB segir að ferlið sé allt hið óheppilegasta og það veki að nýju upp spurningar um starfshætti matsfyrirtækjanna. Stavros Lambrindinis fjármálaráðherra Grikklands segir ákvörðun Moody´s hreina geðveiki og bendir á að ákvörðun matsfyrirtækisins geti ein og sér valdið því að Moody´s hafi svo rétt fyrir sér að lokum. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands segir að tími sé kominn á uppgjör gagnvart matsfyrirtækjunum sem myndi minnka völd þeirra og áhrif. Ákvörðun Moody´s hefur valdið því að gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart dollar. Skuldatryggingaálag Portúgals hefur rokið upp um nær 100 punkta í morgun og stendur nú í 864 puntkum. Hefur það aldrei verið hærra í sögunni. Þá hefur ákvörðun Moody´s valdið því að Portúgal hefur orðið fyrir þungu höggi á skuldabréfamarkaðinum. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum Portúgals hefur hækkað um 224 punkta á 2ja ára bréfum og stendur í 15,9%. Á tíu ára bréfum hefur krafan hækkað um 128 punkta og stendur í 12,3%. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en eins og fram kom í fréttum í morgun lækkaði Moody´s lánshæfi Portúgals um fjóra flokka niður í Ba2 með neikvæðum horfum. Ástæðan var m.a. að Moody´s telur að Portúgal, eins og Grikkland, þurfi meiri neyðaraðstoð en landið hefur þegar fengið. José Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ESB segist harma ákvörðun Moody´s, einkum tímasetninguna og umfang lækkunarinnar á lánshæfinu. Barroso telur að ákvörðun Moody´s skapi meira öngþveiti en skýrleika á mörkuðum. Talsmaður Olli Rehn stækkunarstjóra ESB segir að ferlið sé allt hið óheppilegasta og það veki að nýju upp spurningar um starfshætti matsfyrirtækjanna. Stavros Lambrindinis fjármálaráðherra Grikklands segir ákvörðun Moody´s hreina geðveiki og bendir á að ákvörðun matsfyrirtækisins geti ein og sér valdið því að Moody´s hafi svo rétt fyrir sér að lokum. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands segir að tími sé kominn á uppgjör gagnvart matsfyrirtækjunum sem myndi minnka völd þeirra og áhrif. Ákvörðun Moody´s hefur valdið því að gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart dollar. Skuldatryggingaálag Portúgals hefur rokið upp um nær 100 punkta í morgun og stendur nú í 864 puntkum. Hefur það aldrei verið hærra í sögunni. Þá hefur ákvörðun Moody´s valdið því að Portúgal hefur orðið fyrir þungu höggi á skuldabréfamarkaðinum. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum Portúgals hefur hækkað um 224 punkta á 2ja ára bréfum og stendur í 15,9%. Á tíu ára bréfum hefur krafan hækkað um 128 punkta og stendur í 12,3%.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent