Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2011 09:39 Djokovic vann sinn fyrsta Wimbledon-titil um helgina Nordic Photos/AFP Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær. Erlendar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sjá meira
Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær.
Erlendar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sjá meira