Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2011 12:00 Örn með 9.2 punda urriða úr Snjóölduvatni Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því. Í 4. viku komu 2743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár. Mest veiddist í Langavatni, 579 fiskar. Einnig veiddist vel í Litlasjó, Nýjavatni, Stóra Fossvatni, Skyggnisvatni og Snjóölduvatni. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin upp í 10703 fiska sem verður að teljast mjög góð veiði. Hæst meðalþyngd er í Ónefndavatni og Grænavatni (3,0-3,5 pd). Einnig veiðast þungir fiskar í Hraunvötnum, Litlasjó, Snjóölduvatni, Ónýtavatni, Litla Skálavatni og Fossvötnunum. Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 11,4 pd í annari viku. Frétt af vef Veiðivatna www.veidivotn.is Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði
Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því. Í 4. viku komu 2743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár. Mest veiddist í Langavatni, 579 fiskar. Einnig veiddist vel í Litlasjó, Nýjavatni, Stóra Fossvatni, Skyggnisvatni og Snjóölduvatni. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin upp í 10703 fiska sem verður að teljast mjög góð veiði. Hæst meðalþyngd er í Ónefndavatni og Grænavatni (3,0-3,5 pd). Einnig veiðast þungir fiskar í Hraunvötnum, Litlasjó, Snjóölduvatni, Ónýtavatni, Litla Skálavatni og Fossvötnunum. Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 11,4 pd í annari viku. Frétt af vef Veiðivatna www.veidivotn.is
Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði