Darren Clarke djammaði í alla nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2011 23:00 Clarke á blaðamannafundinum í morgun. Nordic Photos/AFP Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. „Ég hef horft á bikarinn í alla nótt og er að átta mig á því að hann sé minn," sagði þreytulegur Clarke á blaðamannafundinum í morgun. „Ég sef líklega ekkert fyrr en á morgun. Maður verður að njóta þess meðan maður getur. Ég drakk þónokkur glös af bjór og þónokkur af rauðvíni og gamaninu lauk fyrir 30 mínútum. Þetta var mjög skemmtileg nótt," sagði Clarke. Clarke neitaði því að hann hefði drukkið úr bikarnum sjálfum. „Mér finnst skrýtið að setja eitthvað í bikarinn sem á ekki heima þar. Það er ekkert í honum ennþá. Það gæti þó breyst eftir því sem líður á vikuna," sagði Clarke léttur við fréttamenn. Clarke tileinkaði sigurinn sonum sínum tveimur, Tyrone og Conor í Portrush á Norður-Írlandi, ásamt eiginkonu sinni Heather sem lést árið 2006 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. „Tyrne var mjög ánægður, mjög stoltur. Hann sagðist ætla að segja öllum að pabbi sinni hefði unnið Opna breska. Conor vildi vita í hvað hann gæti varið öllum peningnum. Þannig að viðbrögð þeirra voru misjöfn, en báðir mjög ánægðir." Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. „Ég hef horft á bikarinn í alla nótt og er að átta mig á því að hann sé minn," sagði þreytulegur Clarke á blaðamannafundinum í morgun. „Ég sef líklega ekkert fyrr en á morgun. Maður verður að njóta þess meðan maður getur. Ég drakk þónokkur glös af bjór og þónokkur af rauðvíni og gamaninu lauk fyrir 30 mínútum. Þetta var mjög skemmtileg nótt," sagði Clarke. Clarke neitaði því að hann hefði drukkið úr bikarnum sjálfum. „Mér finnst skrýtið að setja eitthvað í bikarinn sem á ekki heima þar. Það er ekkert í honum ennþá. Það gæti þó breyst eftir því sem líður á vikuna," sagði Clarke léttur við fréttamenn. Clarke tileinkaði sigurinn sonum sínum tveimur, Tyrone og Conor í Portrush á Norður-Írlandi, ásamt eiginkonu sinni Heather sem lést árið 2006 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. „Tyrne var mjög ánægður, mjög stoltur. Hann sagðist ætla að segja öllum að pabbi sinni hefði unnið Opna breska. Conor vildi vita í hvað hann gæti varið öllum peningnum. Þannig að viðbrögð þeirra voru misjöfn, en báðir mjög ánægðir."
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira