Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2011 09:15 Lax úr Kaldá á Jöklusvæðinu Mynd af www.strengir.is Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Áin fer að detta í 200 laxa í dag eða á morgun sem er frábær veiði frá 1. júlí er opnunin var. Á sama tíma í fyrra voru komnir 80 laxar en áin endaði þá í tæplega 1.200 löxum, svo miðað við það gæti stefnt í 2000 laxa í ár, en það væri auðvitað frábær árangur. Mikið bókað en ennþá eru 1-2 stangir lausar 20. - 23. júlí eða 23. - 26. júlí en þær fara væntanlega fljótlega miðað við áhugann. Næst er laust 28. - 31. ágúst og einnig hollið 31. ágúst – 3. september 3-4 stangir. Jökla gaf 7 bara í morgun á sex stangir, þar af tvær stórar 89 og 87 cm hrygnur og veiðin komin strax í 30 laxa, eða meira en helmingi meira en sama tíma 2010 sem gaf þó 350 laxa sumarið, svo stefnir í gott ár þar líka. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði
Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Áin fer að detta í 200 laxa í dag eða á morgun sem er frábær veiði frá 1. júlí er opnunin var. Á sama tíma í fyrra voru komnir 80 laxar en áin endaði þá í tæplega 1.200 löxum, svo miðað við það gæti stefnt í 2000 laxa í ár, en það væri auðvitað frábær árangur. Mikið bókað en ennþá eru 1-2 stangir lausar 20. - 23. júlí eða 23. - 26. júlí en þær fara væntanlega fljótlega miðað við áhugann. Næst er laust 28. - 31. ágúst og einnig hollið 31. ágúst – 3. september 3-4 stangir. Jökla gaf 7 bara í morgun á sex stangir, þar af tvær stórar 89 og 87 cm hrygnur og veiðin komin strax í 30 laxa, eða meira en helmingi meira en sama tíma 2010 sem gaf þó 350 laxa sumarið, svo stefnir í gott ár þar líka. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði